Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.12 bls. 1
  • Notaðu þá aðferð sem virkar best

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Notaðu þá aðferð sem virkar best
  • Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Svipað efni
  • ‚Verið stöðug í orði mínu‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Bjóðum bækling sem gæti vakið áhuga húsráðanda
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Prédikum fyrir alls konar fólki
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Farðu aftur til þeirra sem sýndu áhuga
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2012
km 9.12 bls. 1

Notaðu þá aðferð sem virkar best

1. Hvað getum við lært af þeim mismunandi aðferðum sem kristnir menn á fyrstu öld notuðu í boðunarstarfinu?

1 Kristnir menn á fyrstu öld boðuðu fagnaðarerindið fólki með mismunandi trú og af ólíkum menningarheimum. (Kól. 1:23) Þeir boðuðu öllum boðskapinn um Guðsríki en notuðu mismunandi aðferðir eftir því við hverja þeir voru að tala. Pétur byrjaði til dæmis á því að vitna í Jóel spámann þegar hann talaði við Gyðinga sem báru mikla virðingu fyrir Ritningunni. (Post. 2:14-17) En taktu svo eftir hvernig Páll rökræddi við Grikki eins og lesa má í Postulasögunni 17:22-31. Á sumum svæðum ber fólk virðingu fyrir Biblíunni og við getum hiklaust vísað í hana þegar við förum hús úr húsi. En við gætum þurft að fara hægar í sakirnar þegar við tölum við þá sem hafa engan áhuga á Biblíunni eða trúmálum og eru jafnvel ekki kristinnar trúar.

2. Hvernig getum við notað ritatilboðin bæði til að hjálpa þeim sem bera virðingu fyrir Biblíunni og þeim sem trúa ekki á hana?

2 Notaðu ritatilboðin vel: Ritatilboðin á þessu þjónustuári breytast á tveggja mánaða fresti og leggja áherslu á blöðin, bæklinga og smárit. Jafnvel þótt fólk á svæðinu okkar hafi almennt ekki áhuga á Biblíunni ættum við að geta sýnt því eitthvað sem höfðar til þess. Við lesum kannski ekki upp úr Biblíunni í fyrstu heimsókn eða vísum beint í hana en getum farið aftur til þeirra sem sýna áhuga með það markmið að hjálpa þeim að byggja upp trú á skaparann og innblásið orð hans. Ef við erum hins vegar í boðunarstarfinu á svæðum þar sem fólk ber virðingu fyrir Biblíunni getum við valið kynningu og rit í samræmi við það. Hvert sem tilboð mánaðarins er getum við alltaf boðið bókina Hvað kennir Biblían? eða bæklinginn Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu. Aðalatriðið er að nota þá aðferð sem virkar best.

3. Af hverju má líkja hjörtum fólks á svæðinu við jarðveg?

3 Undirbúðu jarðveginn: Hjörtu fólks eru eins og jarðvegur. (Lúk. 8:15) Stundum þarf að undirbúa jarðveginn töluvert áður en sáðkorn sannleikans getur fest þar rætur og náð að vaxa. Boðberar á fyrstu öldinni sáðu í alls konar jarðveg og það færði þeim mikla gleði og ánægju. (Post. 13:48, 52) Starf okkar getur líka verið árangursríkt ef við erum vakandi fyrir því hvernig við getum höfðað til fólks.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila