Vefsetur okkar – notaðu það við sjálfsnám og fjölskyldunám
Lestu nýjustu blöðin á Vefnum: Lestu Varðturninn og Vaknið! á Vefnum nokkrum vikum áður en þau eru fáanleg á prenti í söfnuðinum. Á mörgum tungumálum er einnig hægt að hlusta á blöðin sem hljóðrit. – Veldu „Útgáfa/ Tímarit“.
Lestu efni sem birtist aðeins á Vefnum: Sumt efni birtist nú aðeins á vefsvæði okkar, svo sem greinaflokkarnir „Fyrir unga lesendur“, „Biblíustundin mín“, „Fyrir fjölskylduna“ og „Ungt fólk spyr“. Notaðu Netið til að nýta þér þetta efni við sjálfsnám og fjölskyldunám. – Veldu „Biblían og lífið/Börn“ eða „Biblían og lífið/Unglingar“.
Lestu nýjustu fréttir: Á helstu tungumálum heims er hægt að lesa uppörvandi fréttir og frásögur og horfa á myndskeið þar sem sagt er frá starfi okkar víða um heim. Fréttir af hamförum og ofsóknum geta hjálpað okkur að biðja markvisst fyrir trúsystkinum okkar. (Jak. 5:16) – Veldu „News“.
Notaðu vefbóksafnið til rannsókna og efnisleitar: Ef vefbókasafnið er til á þínu tungumáli geturðu notað það í tölvu eða á snjallsíma til að lesa dagstextann á Netinu eða til rannsókna og efnisleitar í nýlegum ritum. – Veldu „Útgáfa/Vefbókasafn“ eða sláðu inn vefslóðina www.wol.jw.org á veffangsstikuna.
[Skýringarmynd á bls. 4]
(Sjá uppsettan texta í ritinu)
Prófaðu þetta
1 Smelltu á myndina eða krækjuna „Hlaða niður“. Myndin birtist þá í PDF- formi á skjánum. Þú getur prentað hana og gefið barninu hana sem verkefni.
2 Smelltu á „Spila“ til að horfa á myndband.