Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.13 bls. 1
  • Tökum spámennina til fyrirmyndar – Jónas

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tökum spámennina til fyrirmyndar – Jónas
  • Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Svipað efni
  • Reyndu að líta aðra sömu augum og Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Jónas – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
  • Jónas og stórfiskurinn
    Biblíusögubókin mín
  • Það sem við getum lært af Jónasarbók
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2017
Ríkisþjónusta okkar – 2013
km 4.13 bls. 1

Tökum spámennina til fyrirmyndar – Jónas

1. Hvaða ágætu eiginleikum var Jónas gæddur?

1 Hvað kemur upp í huga þinn þegar þú hugsar um spámanninn Jónas? Sumir segja að hann hafi verið huglaus eða harðbrjósta. En þvert á móti var hann mjög auðmjúkur, hugrakkur og fórnfús. Hvernig getum við líkt eftir þessum ágætu eiginleikum sem hann var gæddur? – Jak. 5:10.

2. Hvernig getum við verið auðmjúk eins og Jónas?

2 Auðmýkt: Til að byrja með fór Jónas ekki þangað sem Jehóva sendi hann heldur fór hann í þveröfuga átt. Það er ekkert skrítið þar sem Assýringar voru alræmdir ofbeldismenn og fólk lýsti Níníve sem „hinni blóðseku borg“. (Nah. 3:1-3) En Jehóva áminnti Jónas og gaf honum annað tækifæri. Og Jónas sýndi auðmýkt þegar hann ákvað svo að sinna verkefni sínu. (Orðskv. 24:32; Jónas 3:1-3) Þótt hann hafi verið tregur til í byrjun gerði hann það sem Jehóva bað hann um. (Matt. 21:28-31) Erum við jafn ákveðin og hann í að boða fagnaðarerindið, jafnvel þó að við fáum leiðréttingu eða starfssvæðið sé ekki eins og við myndum helst vilja hafa það?

3. Hvenær þurfum við að vera hugrökk og fórnfús í boðunarstarfinu?

3 Hugrekki og fórnfýsi: Þegar Jónasi varð ljóst að með slæmri ákvörðun sinni hefði hann stofnaði lífi sjómanna í hættu var hann tilbúinn að fórna sínu eigin lífi svo að þeir myndu ekki farast. (Jónas 1:3, 4, 12) Seinna þegar hann var að starfa í Níníve gekk hann mitt inn í hjarta borgarinnar. Hann var væntanlega að leita að góðum stað til að kveða upp dóma Jehóva. Þetta var ekki heiglum hent heldur þurfti hugrakkan spámann Guðs til. (Jónas 3:3, 4) Hvað um okkur? Við þurfum að fá hugrekki frá Guði til að geta boðað trúna af djörfung andspænis ofsóknum. (Post. 4:29, 31) Ef við ætlum að nýta tíma okkar og fjármuni í boðunarstarfinu þá þurfum við líka að vera fórnfús. – Post. 20:24.

4. Af hverju er gott að taka frá tíma til að íhuga hvernig spámenn Jehóva geta verið okkur til fyrirmyndar?

4 Þegar þú lest um einhvern af spámönnum Jehóva er gott að þú setjir þig í spor hans. Spyrðu sjálfan þig þessara spurninga: Hvað hefði ég gert? Hvernig get ég endurspeglað góða eiginleika hans í lífi mínu? (Hebr. 6:11, 12) Í framtíðinni verða fleiri greinar í Ríkisþjónustu okkar um trúfasta spámenn Jehóva. Þær eiga eftir að kenna okkur enn fleira um ágæta eiginleika þeirra.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila