Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í maí
„Við erum að hvetja fólk til að lesa Biblíuna, en mörgum finnst erfitt að skilja hana. Finnst þér erfitt að skilja hana? [Gefðu kost á svari.] Sjáðu það sem stendur hér.“ Sýndu húsráðanda baksíðugreinina í Varðturninum maí-júní. Skoðið saman efnið undir fyrstu spurningunni og lestu að minnsta kosti einn ritningarstað sem vísað er í. Bjóddu húsráðanda blöðin og mæltu þér mót við hann til að ræða um næstu spurningu.
Varðturninn maí-júní
„Allir sem við tölum við eiga við einhver vandamál að glíma og sumir velta þess vegna fyrir sér hver tilgangur lífsins sé. Hver heldurðu að sé aðalástæðan fyrir því að fólk er ekki hamingjusamt? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni lofar Guð að hann ætli að fjarlægja öll vandamál sem við eigum við að stríða núna. [Lestu Opinberunarbókina 21:4.] Í þessu blaði er fjallað um hverjar framtíðarhorfur manna eru og hvernig við getum verið hamingjusöm núna.“
Vaknið! maí-júní
„Fólk talar oft um að það sé ekki auðvelt að ala upp börn núna á þessum tímum. Ertu sammála því? [Gefðu kost á svari.] Margir foreldrar hafa fundið góð ráð í Biblíunni. Þetta vers hefur hvatt marga feður til að hrósa börnunum sínum og byggja upp sjálfstraust þeirra. [Lestu Kólossubréfið 3:21.] Í þessari grein er rætt um fimm hagnýt ráð sem geta komið feðrum að góðum notum.“