Hver gæti haft áhuga á þessu?
1. Um hvað ættum við að hugsa þegar við lesum Varðturninn eða Vaknið! og hvers vegna?
1 Blöðin Varðturninn og Vaknið! eru skrifuð með allan heiminn í huga. Þess vegna fjalla greinar þeirra um ýmis málefni. Þegar við fáum blöðin og lesum greinarnar ættum við að íhuga hverjir gætu haft áhuga á þeim. En við látum ekki þar við sitja heldur förum og bjóðum þeim blaðið.
2. Á hvaða málefnum í blöðunum okkar gæti fólk haft áhuga?
2 Er fjallað um efni í nýjasta Varðturninum sem þú og vinnufélagi þinn hafið rætt um einhvern tíma áður? Er grein um fjölskyldulíf sem gæti hjálpað ættingja þínum? Þekkirðu einhvern sem er á leið í ferðalag til lands sem hefur verið fjallað um í Vaknið!? Gætu blöðin gagnast vel í fyrirtækjum eða á stofnunum þar sem þú býrð? Þegar rætt er um erfiðleika, sem eldri borgarar þurfa að glíma við, gæti slíkt blað hentað vel á elliheimilum. Þeir sem fást við öryggismál og löggæslu gætu haft áhuga á greinum sem fjalla um glæpi.
3. Endursegið frásögu sem sýnir hvaða árangur það ber að fara með blöðin til þeirra sem þau höfða til.
3 Dæmi um árangur: Hjón í Suður-Afríku hringdu í 25 skóla á safnaðarsvæði sínu eftir að hafa fengið Vaknið! fyrir október 2011. Í blaðinu á erlendum málum var að finna greinar um uppeldi. Starfsfólk í 22 skólum þáði eintök til að dreifa til nemenda sinna. Önnur hjón í landinu fengu sömu hugmynd og dreifðu blöðum í skóla í nágrenni sínu. Kennarar í einum þeirra ákváðu að nota blaðið við lestarkennslu. Hjónin sögðu farandhirðinum frá þessu og hann hvatti síðan söfnuði á farandsvæðinu til heimsækja skóla á þeirra eigin safnaðarsvæði. Deildarskrifstofan fékk svo margar blaðapantanir að það þurfti að prenta fleiri eintök af þessu tölublaði.
4. Af hverju viljum við dreifa blöðunum til sem flestra?
4 Blöðin okkar útskýra af hverju atburðir líðandi stundar eiga sér stað og beina athygli fólks að Biblíunni og ríki Guðs. Þetta eru einu blöðin í heiminum sem boða hjálpræði. (Jes. 52:7) Við viljum þess vegna dreifa þeim til sem flestra. Góð leið til þess er að spyrja sig: Hver gæti haft áhuga á þessu?