Orð Guðs er kröftugt
1. Hvert verður stef sérstaka mótsdagsins þjónustuárið 2014?
1 Ólíkt ófullkomnum mönnum býr Biblían yfir krafti sem getur gerbreytt okkur og fært hugsanir okkar og hegðun til samræmis við vilja Jehóva. En hve kröftugt er orð Guðs eiginlega? Hvernig getum við nýtt okkur þennan kraft til fulls í lífi okkar? Hvernig getum við beitt honum með betri árangri þegar við aðstoðum aðra? Við erum vissir um að það verði trústyrkjandi fyrir alla að fylgjast með dagskránni þegar fjallað verður um þessi atriði á sérstaka mótsdeginum þjónustuárið 2014. Stefið verður „Orð Guðs er kröftugt“ og er sótt í Hebreabréfið 4:12.
2. Hvaða spurningum verður svarað?
2 Finnið svörin við þessum spurningum: Skrifaðu hjá þér svörin við eftirfarandi spurningum á meðan þú hlustar á dagskrána.
• Hvers vegna eigum við að treysta orði Jehóva? (Sálm. 29:4)
• Hvernig getum við fundið fyrir kraftinum í orði Guðs í lífi okkar? (Sálm. 34:9)
• Hvernig getur þú beitt kraftinum í orði Guðs í boðunarstarfinu? (2. Tím. 3:16, 17)
• Hvernig getum við varast að láta heim Satans verða okkur að falli? (1. Jóh. 5:19)
• Hvernig getur þú tekið framförum í trúnni á unglingsárunum? (Jer. 17:7)
• Hvernig getum við orðið styrk þótt við séum veikburða? (2. Kor. 12:10)
• Hvað þurfum við að gera til að geta stöðugt bætt okkur, jafnvel þótt við glímum við rótgróna ávana, viðhorf og hegðun? (Ef. 4:23)
3. Hvaða gagn getum við haft af sérstaka mótsdeginum, fyrir utan að hlusta á dagskrána?
3 Það verður gagnlegt fyrir okkur að hlusta á þessa mikilvægu fræðslu. Eins og á svæðis- og umdæmismótum fáum við tækifæri til að gera rúmt í hjörtum okkar á sérstaka mótsdeginum og njóta félagsskapar við trúsystkini okkar úr öðrum söfnuðum. (Sálm. 133:1-3; 2. Kor. 6:11-13) Gefum okkur því tíma til að hitta gamla vini og kynnast nýjum. Ef gestkomandi ræðumaður verður á sérstaka mótsdeginum, til dæmis umdæmishirðir eða bróðir frá Betel, væri þá ekki upplagt að nota tækifærið og heilsa upp á hann og konu hans? Við höfum margar ástæður til að hlakka til næsta sérstaka mótsdags.