Leggjum áherslu á að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardag mánaðarins
Frá því í maí 2011 hafa boðberar verið hvattir til að reyna að koma af stað biblíunámskeiðum fyrsta laugardag hvers mánaðar. Til að auðvelda okkur þetta höfum við fengið greinaröðina „Biblíuspurningar og svör“ í almennu útgáfu Varðturnsins. Í samansöfnun fyrir boðunarstarfið fyrsta laugardag mánaðarins ætti því að benda á hvernig hægt sé að nota greinina til að hefja biblíunámskeið. Einnig ætti að sviðsetja slíka kynningu.
Öldungarnir geta valið hvort þeir láti starfshópana hittast hvern fyrir sig fyrsta laugardag mánaðarins eða alla saman, til dæmis í ríkissalnum. Þó að margir söfnuðir noti sama ríkissalinn á enginn þeirra að færa þennan sérstaka dag til að hefja biblíunámskeið yfir á annan vikudag bara til að geta haft sameiginlega samansöfnun.