Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í desember
„Við höfum verið að ræða stuttlega við fólk hér í hverfinu í dag. Margir sem við ræðum við segja að ástvinamissir sé eitt það erfiðasta sem þeir hafa þurft að takast á við. Getur þú tekið undir það? [Gefðu kost á svari.] Mér finnst þessi grein mjög hughreystandi.“ Sýndu húsráðanda baksíðu Varðturnsins og skoðið saman efnið sem tengist fyrstu spurningunni. Lestu að minnsta kosti eitt biblíuvers sem vísað er í. Bjóddu húsráðanda blöðin og mæltu þér mót við hann til að ræða um næstu spurningu.
Varðturninn nóvember-desember
„Við vitum að sumir hafa áhuga á Biblíunni en aðrir ekki. Hvað um þig? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni er finna þessa staðhæfingu. [Lestu 1. Þessaloníkubréf 2:13.] Ertu ekki sammála því að ef Biblían er bók frá Guði þá sé þess virði að lesa hana? [Gefðu kost á svari.] Í þessu tímariti er sagt stuttlega frá því hver boðskapur Biblíunnar er og af hverju hún ætti að vekja áhuga okkar.“
Vaknið! nóvember-desember
„Telur þú að hægt sé að vera hamingjusamur þótt maður eigi ekki mikið af efnislegum eigum? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir því sem segir hér í Biblíunni. [Lestu 1. Tímóteusarbréf 6:8.] Í þessu blaði er fjallað um hvernig hægt sé að hafa heilbrigt viðhorf til efnislegra eigna og rætt um þrennt sem er ekki hægt að kaupa fyrir peninga en er samt verðmætt.“