Frásögur
◼ Ástralía: John er menntamaður. Hann sótti kirkju í æsku en gerðist harður guðleysingi með árunum. Brautryðjandi nokkur lét hann fá bæklinginn Var lífið skapað? og í næstu heimsókn bæklinginn The Origin of Life (ekki til á íslensku). Brautryðjandinn hélt áfram að glæða áhugann hjá John með því að færa honum nýjustu blöðin og benda á greinar sem fjalla um sköpun eða biblíuspádóma. Þegar hann áleit John vera tilbúinn bauð hann honum bókina The Bible – God’s Word or Man’s? (ekki til á íslensku). Eftir að John hafði lesið bókina fór hann að tala um sjálfan sig sem efasemdamann. Brautryðjandinn sýndi honum þá bókina Hvað kennir Biblían? og benti á kafla 8 á bls. 20 og greinar 13-16 á bls. 23-24. Ritningarstaðirnir höfðu það mikil áhrif á John að hann sagði: „Kannski þarf ég að gefa Biblíunni annað tækifæri.“
◼ Mexíkó: Maður nokkur sagði boðbera að hann tryði ekki að Biblían væri innblásin af Guði. Boðberinn bauðst til að sýna honum sönnun fyrir því að Biblían sé innblásin. Eftir nokkrar umræður fór það sem maðurinn var að læra af Biblíunni að hafa áhrif á hjarta hans. Meginreglur Guðs höfu sérstaklega sterk áhrif á hann. Hann sagði við boðberann: „Fyrst í stað þegar við vorum að lesa saman í Biblíunni fannst mér þetta vera eins og ráð úr hverri annarri bók, og þau höfðu engin áhrif á mig. En nú þegar við lesum í Biblíunni, sérstaklega leiðbeiningar hennar um siðferðismál, fæ ég sting í hjartað.“
◼ Bandaríkin: Hjón voru með ritastand á fjölförnum stað í stórborg. Þau hittu konu frá Tævan sem trúði á Guð en áleit Biblíuna vera fyrir Vesturlandabúa. Konan kom að ritastandi hjónanna vegna þess að henni fannst hún ekki lifa innihaldsríku lífi þótt hún hefði allt til alls. Hún vonaðist til að Biblían gæti hjálpað sér að finna tilgang í lífinu. Konan þáði biblíunámskeið hjá hjónunum og bókina Hvað kennir Biblían? og bæklinginn Lasting Peace and Happiness – How to Find Them (ekki til á íslensku). Í stað þess að fara yfir kafla 2 í bókinni ræddu þau um þann hluta bæklingsins sem ber yfirskriftina „A Guidebook for the Blessing of All Mankind.” Eftir fyrstu sex greinarnar sagði konan að það kæmi sér á óvart hvað Biblían er einstök í samanburði við önnur trúarrit. Eftir að hafa farið yfir biblíuspádóma, sem hafa ræst, sagði hún: „Ég man ekki eftir neinni annarri bók sem er eins nákvæm og Biblían.“
◼ Japan: Enda þótt húsráðandi hafi sagt boðbera að hann tryði ekki á Guð hélt boðberinn áfram að líta við hjá honum og benda honum á greinarnar í Vaknið! sem heita „Býr hönnun að baki?“ Smám saman fór hann að breyta um skoðun og samþykkja að það gæti verið til skapari. Nú trúir hann á tilvist Guðs og boðberinn er að fara með honum yfir bæklinginn Gleðifréttir frá Guði.
◼ Kanada: Kona sem var að fara út í bíl heima hjá sér fékk nýjustu blöðin. Seinna þegar systirin kom aftur til hennar, sagði konan ákveðið að hún hefði engan áhuga og tryði ekki á Guð. Systirin ákvað að gefast ekki upp og gefa konunni bæklinginn A Satisfying Life - How to Attain It (ekki til á íslensku). Þegar systirin hitti konuna heima sagðist hún vita að konan tryði ekki á Guð en hún hefði samt verið að hugsa til hennar af því að hún vissi að hún væri einstæð móðir. Síðan sýndi systirin konunni grein 6 á bls. 4 í bæklingnum, en í greininni er bent á hvar góð ráð sé að finna. Síðan hvatti systirin konuna til að lesa tillögurnar í grein 2 um barnauppeldi. Konan var mjög ánægð að fá bæklinginn.