Hjálpum þeim að vera „staðföst í trúnni“
Það er spennandi að sjá hvernig Jehóva blessar söfnuðinn og lætur hann vaxa. Um 250 þúsund manns láta skírast á hverju ári. (5. Mós. 28:2) Boðberi gæti átt það til að enda biblíunámskeið og snúa sér frekar að því að hjálpa öðrum þegar nemandi hans lætur skírast. Nemandinn gæti líka haft tilhneigingu til að hætta biblíunáminu og nota meiri tíma fyrir boðunarstarfið. Það er hins vegar mikilvægt að biblíunemendur fái góða undirstöðu í sannleikanum. Þeir þurfa að vera rótfastir í Kristi og staðfastir í trúnni. (Kól. 2:6, 7; 2. Tím. 3:12) Eftir að biblíunemandi hefur látið skírast ætti hann að halda náminu áfram þangað til hann hefur lokið við að fara yfir bækurnar Hvað kennir Biblían? og „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“. – Sjá Ríkisþjónustu okkar í apríl 2011, bls. 2.