Árlegt átak til að bjóða fólki á minningarhátíðina hefst 22. mars
Í ár hefjumst við handa laugardaginn 22. mars við að bjóða fólki á minningarhátíðina. Allir eru hvattir til að taka þátt í að dreifa boðsmiðunum. Um helgar bjóðum við líka nýjustu blöðin þar sem við á. Fyrsta laugardaginn í apríl einbeitum við okkur að því að nota boðsmiðann í stað þess að hefja biblíunámskeið. En ef við verðum vör við mikinn áhuga getum við samt sem áður reynt að hefja biblíunámskeið. Starfshirðirinn ákveður hvort söfnuðurinn nái til fleira fólks á starfssvæðinu með því að bjóða boðsmiðann í götustarfinu. Útbúðu lista yfir ættingja, vinnufélaga, skólafélaga og þá sem þú heimsækir reglulega í boðunarstarfinu. Færðu þeim boðsmiðann þegar átakið hefst svo að þeir fái líka tækifæri til að koma á minningarhátíðina. Við vonum að sem flestir komi og minnist með okkur þess mikla kærleika sem Jehóva og Jesús hafa sýnt mönnunum. – Jóh. 3:16; 15:13.