Tökum framförum í boðunarstarfinu – verum góðir samstarfsfélagar
Af hverju er það mikilvægt? Jesús vissi hvað það er mikils virði að hafa samstarfsfélaga í boðunarstarfinu. Þess vegna lét hann tvo og tvo fara saman þegar hann sendi lærisveinana 70 á undan sér. (Lúk. 10:1) Samstarfsfélagi getur veitt boðbera þarfan stuðning ef hann lendir í erfiðum aðstæðum eða er ekki viss um hvernig best sé að svara húsráðanda. (Préd. 4:9, 10) Samstarfsfélaginn getur deilt reynslu sinni, og komið með tillögu af og til sem getur hjálpað félaga hans að verða skilvirkari boðberi. (Orðskv. 27:17) Hann getur einnig verið hvetjandi ef hann ræðir um uppbyggilegt efni þegar þeir ganga milli húsa. – Fil. 4:8.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Að boðunarstarfinu loknu skaltu segja félaga þínum hvernig það sem hann gerði eða sagði sýndi að hann væri góður samstarfsfélagi.