Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.14 bls. 2
  • Temjum okkur stundvísi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Temjum okkur stundvísi
  • Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Svipað efni
  • Hvers vegna að vera stundvís?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Stundvísi
    Vaknið! – 2016
  • Metum hús Guðs að verðleikum
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Hegðum okkur eins og samboðið er fagnaðarerindinu
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2014
km 5.14 bls. 2

Temjum okkur stundvísi

1. Hvernig setur Jehóva okkur gott fordæmi í stundvísi?

1 Jehóva er alltaf stundvís. Hann hjálpar til dæmis þjónum sínum ,á réttum tíma‘. (Hebr. 4:16, NW) Hann gefur okkur líka andlegan „mat á réttum tíma“. (Matt. 24:45) Þess vegna getum við treyst því að dagur reiði hans komi „án tafar“. (Hab. 2:3) Stundvísi Jehóva er okkur svo sannarlega til mikillar blessunar. (Sálm. 70:6) En það getur verið þrautin þyngri að vera stundvís þar sem við erum svo önnum kafin og ófullkomin. Af hverju ættum við að temja okkur stundvísi?

2. Hvernig erum við Jehóva til heiðurs með því að vera stundvís?

2 Nú á síðustu dögum er stundvísi frekar orðin undantekning en regla því margir eru ,sérgóðir og taumlausir‘. (2. Tím. 3:1-3) Þess vegna er tekið eftir því þegar við mætum á réttum tíma til vinnu, á fundi og á samkomur. Slík hegðun er Jehóva til heiðurs. (2. Pét. 2:12). Mætum við á réttum tíma í vinnuna en erum síðan sein þegar það snýr að söfnuðinum? Faðir okkar á himnum er alltaf stundvís. Við sýnum að við viljum fylgja fordæmi hans þegar við komum tímanlega á samkomu, það er að segja fyrir söng og bæn. – 1. Kor. 14:33, 40.

3. Hvernig sýnum við öðrum tillitssemi ef við erum stundvís?

3 Með stundvísi sýnum við öðrum líka tillitssemi. (Fil. 2:3, 4) Þegar við komum á réttum tíma á samkomur, þar á meðal í samansafnanir, völdum við ekki trúsystkinum okkar óþarfa truflun. Ef við venjum okkur hins vegar á það að koma of seint gefum við í skyn að við teljum okkar tíma verðmætari en tíma annarra. Stundvísi ber vott um eiginleika sem aðrir kunna að meta, svo sem áreiðanleika, iðjusemi og trúverðugleika.

4. Hvernig getum við bætt okkur ef við erum óstundvís?

4 Ef þú ert óstundvís skaltu hugleiða hvers vegna. Reyndu að gera stundaskrá og skipuleggðu tíma þinn þannig að þú náir að framkvæma hlutina á réttum tíma. (Préd. 3:1; Fil. 1:10) Biddu Jehóva um hjálp. (1. Jóh. 5:14) Með því að vera stundvís sýnum við að við förum eftir tveimur helstu boðorðunum í lögmáli Jehóva – að elska Guð og elska náunga okkar. – Matt. 22:37-39.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila