Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.14 bls. 3
  • Tökum spámennina til fyrirmyndar – Sefanía

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tökum spámennina til fyrirmyndar – Sefanía
  • Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Svipað efni
  • Leitið Jehóva áður en reiðidagurinn rennur upp
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • ‚Haldið áfram að vænta mín‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • „Lát ekki hugfallast“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • Dómsdagur Jehóva er nálægur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2014
km 7.14 bls. 3

Tökum spámennina til fyrirmyndar – Sefanía

1. Við hvaða aðstæður starfaði Sefanía sem spámaður og hvernig er hann okkur gott fordæmi til eftirbreytni?

1 Á miðri sjöundu öld f.Kr. var Baalsdýrkun mjög útbreidd í Júdaríki. Hinn slæmi konungur Amón hafði nýlega verið myrtur og ungi konungurinn Jósía var nú við völd. (2. Kron. 33:21 – 34:1) Það var á þessum tíma sem Jehóva fékk Sefanía til að flytja dómsboðskap sinn. Þó að Sefanía hafi kannski tilheyrt konungshirðinni í Júdaríki þá útvatnaði hann ekki dóm Jehóva yfir leiðtogum Júdaríkis. (Sef. 1:1; 3:1-4) Við reynum að feta í fótspor Sefanía og sýna hugrekki og láta ekki fjölskyldutengsl hafa slæm áhrif á þjónustu okkar við Jehóva. (Matt. 10:34-37) Hvaða boðskap flutti Sefanía og hver var árangurinn af starfi hans?

2. Hvað verðum við að gera til að okkur veitist hæli á reiðidegi Jehóva?

2 Leitið Jehóva: Það er aðeins Jehóva sem getur bjargað fólki á reiðidegi hans. Þess vegna brýndi Sefanía fyrir Júdamönnum að ástunda réttlæti og auðmýkt á meðan enn var tími til. (Sef. 2:2, 3) Eins er það með okkur. Við hvetjum aðra til að leita Jehóva, eins og Sefanía gerði, en við þurfum líka sjálf að gera eitthvað. Við verðum að vera ákveðin í að verða ekki eins og þeir „sem snúið hafa baki við Drottni“. (Sef. 1:6) Við leitum Jehóva með því að vera duglegir biblíunemendur og biðja hann um leiðsögn. Við ástundum réttlæti með því að lifa siðferðilega hreinu lífi. Við ástundum auðmýkt með því að tileinka okkur lítillæti og vera alltaf tilbúin til að fara eftir leiðbeiningum sem koma frá deildarskrifstofunni og trúa og hyggna þjóninum.

3. Af hverju ættum við að hafa jákvætt viðhorf til boðunarstarfsins?

3 Góður árangur: Dómsboðskapur Sefanía hreyfði sennilega við einhverjum í Júdaríki en þó einna mest við hinum unga Jósía sem fór að leita Jehóva á unga aldri. Jósía barðist síðar kröftuglega gegn skurðgoðadýrkun í landinu. (2. Kron. 34:2-5) Þó svo að eitthvað af fræjum Guðsríkis falli nú á dögum hjá götunni, í grýtta jörð eða meðal þyrna þá fellur alltaf eitthvað í góða jörð og ber ávöxt. (Matt. 13:18-23) Við getum verið viss um að Jehóva heldur áfram að blessa viðleitni okkar ef við erum önnum kafin við að sá fræjum Guðsríkis. – Sálm. 126:6.

4. Af hverju ættum við að bíða í eftirvæntingu eftir degi Jehóva?

4 Sumum í Júdaríki fannst eins og Jehóva myndi aldrei láta til sín taka. En Jehóva gerði öllum ljóst að hinn mikli dagur hans væri í nánd. (Sef. 1:12, 14) Aðeins þeim sem leituðu hælis hjá honum yrði bjargað. (Sef. 3:12, 17) Gleðjumst yfir því að þjóna hinum hæsta Guði ásamt trúsystkinum okkar á meðan við bíðum þess að dagur Jehóva komi. – Sef. 3:8, 9.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila