Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.14 bls. 2-3
  • Guðsríki kunngert í eina öld!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Guðsríki kunngert í eina öld!
  • Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Svipað efni
  • 1914- 2014 Hundrað ára stjórn ríkis Guðs!
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Guðsríki við völd í 100 ár – hvaða áhrif hefur það á þig?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Af hverju ætti ríki Guðs að skipta þig máli?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Fólk sem boðar fagnaðarerindið – boðberar bjóða sig fúslega fram
    Ríki Guðs stjórnar
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2014
km 8.14 bls. 2-3

Guðsríki kunngert í eina öld!

1. Hvað voru þjónar Jehóva hvattir til að gera fyrir næstum einni öld?

1 „Sjáið, konungurinn ríkir! Þið eruð kynningarfulltrúar hans. Þið skuluð því kunngera, kunngera, kunngera konunginn og ríki hans.“ Með þessum áhrifamiklu orðum bróðir Rutherfords fyrir næstum einni öld voru þjónar Jehóva hvattir til að bera út boðskapinn um ríkið vítt og breitt. Það höfum við líka gert. Líkt og hinir frumkristnu höfum við prédikað fagnaðarerindið um Guðsríki „öllu sem skapað er í heiminum“. (Kól. 1:23) Ef horft er um öxl á síðustu öld, hvað höfum við gert til að kunngera ríki Guðs? Hvernig getum við haldið áfram að kunngera ríkið þegar við nálgumst þau tímamót þegar 100 ár eru liðin frá stofnsetningu þess?

2. Hvernig hafa rit okkar kynnt ríki Guðs?

2 Horft um öxl: Í áratugi hafa rit okkar kynnt Guðsríki. Síðan 1939 hefur okkar aðalmálgagn borið titilinn Varðturninn kunngerir ríki Jehóva. Þetta tímarit fjallar iðulega um Guðsríki og hverju það áorkar. Tímaritið Vaknið! beinir einnig athyglinni að ríki Guðs sem einu von mannkyns. Það er mjög viðeigandi að þessi tvö rit hafa verið þýdd á fleiri tungumál en nokkur önnur tímarit og eru einnig útbreiddustu tímarit í heimi. – Opinb. 14:6.

3. Nefnið sumar þeirra aðferða sem við höfum notað til að kunngera ríki Guðs.

3 Þjónar Jehóva hafa beitt mismunandi aðferðum til að kynna ríkið. Fyrr á árum notuðum við hátalarabíla, útvarpsstöðvar og ferðagrammófóna. Þessar aðferðir hjálpuðu okkur að breiða út fagnaðarerindið til fjölmargra á þeim tíma þegar boðberar Guðsríkis voru tiltölulega fáir. (Sálm. 19:5) Á síðustu árum höfum við gefið út efni á jw.org, og komið þannig boðskapnum um ríkið til milljóna manna – einnig þeirra sem búa í löndum þar sem hömlur hafa verið settar á starf okkar.

4. Hvaða sérstöku aðferðir höfum við tekið upp?

4 Þjónar Jehóva hafa líka tekið upp sérstakar aðferðir til að útbreiða ríkisboðskapinn. Um miðjan tíunda áratuginn gerðum við til dæmis tilraun til að útvíkka boðunarstarfið hús úr húsi með því að boða trúna í almenningsgörðum, á bílastæðum og á viðskiptasvæðum. Nýlega höfum við skipulagt sérstakt boðunarstarf í stórborgum um allan heim. Auk þess taka margir söfnuðir þátt í boðunarstarfi á meðal almennings á sínu starfsvæði með því að stilla upp ritatrillum og borðum með ritum nálægt fjölförnum stöðum. Boðunarstarfið hús úr húsi heldur að sjálfsögðu áfram að vera meginaðferðin sem við notum við boðun Guðsríkis. – Post. 20:20.

5. Hvaða tækifæri bjóðast mörgum okkar á nýju þjónustuári?

5 Horfðu fram á við: Í upphafi nýs þjónustuárs í september byrja margir að starfa sem brautryðjendur. Gætir þú slegist í hóp þeirra? Ef ekki, gætirðu sótt um að vera aðstoðarbrautryðjandi við og við? Hvort sem þú getur tekið þátt í brautryðjandastarfi eða ekki mun Jehóva sannarlega blessa þig fyrir hverja þá fórn sem þú færir til að eiga sem mestan þátt í að kunngera ríkið. – Mal. 3:10.

6. Hvers vegna verður októbermánuður 2014 sérstakur?

6 Í októbermánuði 2014 eru 100 ár liðin síðan Guðsríki var stofnsett. Hvernig væri að gera átak í að nota smárit til að kynna Guðsríki og koma því í hendur eins margra og mögulegt er? Horfum fram á við og höldum áfram að flytja öllum sem vilja hlusta „fagnaðarerindið um Guðs ríki“. – Post. 8:12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila