Útskýrum trú okkar varðandi árið 1914
Í Biblíunni fáum við eftirfarandi hvatningu: „Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. En gerið það með hógværð og virðingu.“ (1. Pét. 3:15, 16) Eðlilega getur það verið áskorun að útskýra djúp biblíusannindi eins og hvernig við vitum að Guðsríki tók völd árið 1914. Við höfum fengið grein í tveimur hlutum sem mun auðvelda okkur þetta, „Samræður um Biblíuna – hvenær tók Guðsríki til starfa?“ Þessar greinar birtast í Varðturninum sem við notum í boðunarstarfinu í nóvember og desember. Þegar þú lest þessar greinar skaltu hugleiða eftirfarandi spurningar með tilliti til hvernig Garðar, boðberinn í samtalinu, nálgast viðfangsefnið.
Hvernig ...
lagði hann sameiginlegan grundvöll með því að hrósa? – Post. 17:22.
sýndi hann auðmýkt þegar hann útskýrði trú sína? – Post. 14:15.
Hvers vegna var gagnlegt hjá honum að ...
rifja efnið upp öðru hverju áður en hann hélt áfram?
gera hlé við og við og spyrja húsráðandann hvort hann hafi skilið útskýringarnar?
reyna ekki að fara yfir of mikið efni í einni heimsókn? – Jóh. 16:12.
Við getum verið Jehóva, okkar mikla ,læriföður‘, þakklát fyrir að kenna okkur að útskýra djúp biblíusannindi fyrir þeim sem eru andlega hungraðir. – Jes. 30:20.