Notum vefinn okkar í boðunarstarfinu – „Biblíuspurningar“
Undir flipanum „Biblían og lífið“ á jw.org er að finna efnisflokk sem nefnist „Biblíuspurningar“. Ef við þekkjum vel þessar algengu spurningar getum við bent viðmælendum okkar á að hægt sé að finna svör Biblíunnar á vefnum okkar. Það má líka nota þessar spurningar til að hefja samtöl í boðunarstarfinu. Við gætum valið spurningu um efni sem fólk á starfssvæðinu hefur áhuga á og spurt húsráðandann síðan um álit hans. Síðan getum við sagt honum hvað Biblían segir og notað rökin sem er að finna á jw.org. Að lokum getum við útskýrt eða sýnt hvar við fundum upplýsingarnar. Það mætti líka láta húsráðandann lesa sjálfan svarið beint á vefsíðunni. Eiginkona farandhirðis í Bandaríkjunum hefur góða reynslu af því að segja: „Margir velta eftirfarandi spurningu fyrir sér. ,Á Guð sök á þjáningum okkar?‘ Myndirðu vilja heyra svarið á aðeins 51 sekúndu?“ Síðan spilar hún hljóðupptöku af svarinu á ensku sem hún hefur hlaðið niður á snjallsímann sinn. Hún lýkur svo samtalinu á því að sýna 11. kafla í bókinni Hvað kennir Biblían?