Tökum framförum í boðunarstarfinu – hefjum biblíunámskeið í dyragættinni með því að nota bæklinginn Gleðifréttir frá Guði
Af hverju er það mikilvægt? Til að gera menn að lærisveinum verðum við að kenna orð Guðs. (Matt. 28:19, 20) Við getum öll kennt sannleikann á áhrifaríkan hátt með því að nota þau hjálpargögn sem við höfum fengið. Bæklingurinn Gleðifréttir frá Guði er sérstaklega gerður til að hjálpa okkur að kenna öðrum sannleikann. Við getum jafnvel notað hann strax í fyrstu heimsókn til að hefja biblíunámskeið hjá húsráðanda í dyragættinni.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Biddu Jehóva um löngun til að halda biblíunámskeið. Biddu hann líka að hjálpa þér að hefja biblíunámskeið og að hjálpa þér að verða góður kennari sannleikans. – Fil. 2:13.
Taktu þér tíma til að læra kynninguna í tilbeiðslustund fjölskyldunnar eða sjálfsnámi þínu. Þá geturðu talað af sannfæringu í boðunarstarfinu og komið af stað biblíunámskeiði í dyragættinni.