„Þessi orð ... skulu vera þér hugföst“
Foreldrar eru eins og fjárhirðar. Þeir þurfa að hugsa vel um börnin sín sem geta auðveldlega villst af leið og orðið berskjölduð fyrir árásum. (Orðskv. 27:23) Hvernig geta foreldrar axlað þessa ábyrgð? Þeir verða að nota tíma á hverjum degi til að tala við börnin sín til að vita hvað þau hugsa og hvað býr í hjarta þeirra. (Orðskv. 20:5) Foreldrar verða líka að hjálpa börnum sínum að byggja upp trú úr eldtraustum efnum. (1. Kor. 3:10-15) Myndbandið „These Words ... Must Be on Your Heart“ undirstrikar mikilvægi tilbeiðslustundar fjölskyldunnar á reglulegum grundvelli. Horfið á myndbandið saman sem fjölskylda og ræðið síðan saman um eftirfarandi spurningar.
(1) Hvað varð til þess að fjölskylda bróður Romans missti einbeitinguna í þjónustunni við Jehóva? (2) Hvers vegna mistókst tilraun bróður Romans, í upphafi myndarinnar, til að hafa tilbeiðslustund með fjölskyldunni? (3) Hver er uppskrift Biblíunnar að besta mögulega árangri í barnauppeldi? (5. Mós. 6:6, 7) (4) Hvað stuðlar að betri tjáskiptum í fjölskyldunni? (5) Hverju þurfa foreldrar að vera tilbúnir að fórna fyrir börnin sín? (6) Hvernig höfðu bróðir og systir Barrow jákvæð áhrif á Roman fjölskylduna? (Orðskv. 27:17) (7) Hvernig þarf höfuð fjölskyldunnar að undirbúa sig fyrir fram svo tilbeiðslustund fjölskyldunnar sé gagnleg? (8) Hvað gerði bróðir Roman til að bæta ástand fjölskyldunnar? (9) Hvers vegna er stöðugleiki mikilvægur í sambandi við tilbeiðslustund fjölskyldunnar? (Ef. 6:4) (10) Hvaða efni væri hægt að taka fyrir í tilbeiðslustund fjölskyldunnar? (11) Af hverju var það árangursríkt að bróðir Roman var rólegur en ákveðinn þegar hann leiddi Marcusi fyrir sjónir mikilvægi þess að gera rétt? (Jer. 17:9) (12) Hvernig töluðu bróðir og systir Roman við Rebeccu til að hjálpa henni að taka rétta ákvörðun varðandi samband sitt við Justin? (Mark. 12:30; 2. Tím. 2:22) (13) Hvernig sýndu bróðir og systir Roman trú þegar þau gerðu betrumbætur á lífi sínu? (Matt. 6:33) (14) Hvernig sýnir myndbandið að höfuð fjölskyldunnar þarf að sjá fyrir andlegum þörfum fjölskyldunnar? (1. Tím. 5:8) (15) Hvað ert þú, sem höfuð fjölskyldunnar, ákveðinn í að gera?
MINNISPUNKTUR FYRIR HÖFUÐ FJÖLSKYLDUNNAR: Þetta leikrit úr nútímanum var sýnt á umdæmismótum árið 2011. Sástu þörf á breytingum á tilbeiðslustund fjölskyldu þinnar á þeim tíma? En núna? Ef þú sérð þörf á breytingum skaltu í bænarhug gera breytingar, til gagns fyrir fjölskyldu þína að eilífu. – Ef. 5:15-17.