Tillögur að kynningum
Var lífið skapað?
„Mig langar að gefa þér þennan bækling sem fjallar um mál sem er ofarlega á baugi. [Sýndu bæklinginn og lestu titilinn.] Hvort trúir þú – að lífið sé tilkomið vegna þróunar eða sköpunar? [Hlustaðu af athygli á svar húsráðanda og spyrðu síðan aukaspurningar, eins og: ,Hvernig komstu að þessari niðurstöðu?‘ Reyndu að komast að því hvers vegna húsráðandinn hefur þessa skoðun. Sýndu honum síðan bls. 2 og lestu fyrstu og síðustu setninguna í grein 3 til að útskýra tilgang bæklingsins og hvetja húsráðanda til að lesa hann. Að lokum skaltu leggja grunn að endurheimsókn.] Mig langar að koma aftur og sýna þér atriði í bæklingnum sem hafa styrkt mína trú.“
Varðturninn september-október
„Við erum stuttlega að heimsækja fólk til að ræða hvernig hægt sé að takast á við ástvinamissi. Ertu ekki sammála því að það er eitt af því erfiðasta sem við mætum í lífinu? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir þessu uppörvandi loforði í Biblíunni. [Lestu Opinberunarbókina 21:3, 4.] Biblían veitir okkur þá von að sá dagur komi að látnir ástvinir okkar fái líf á ný. Þetta blað útskýrir hvernig það verður að veruleika.“
Vaknið! september-október
„Mörgum finnst þeir missa tökin á lífi sínu þegar áföll eða erfiðleikar dynja yfir. Hvað heldur þú að geti hjálpað? [Gefðu kost á svari.] Biblían bendir á að viðhorf okkar skipti miklu máli þegar við upplifum eitthvað þessu líkt. [Lestu Orðskviðina 24:10.] Þetta blað kemur með gagnlegar tillögur um hvernig hægt sé að takast á við erfiðar aðstæður og segir frá nokkrum sem hafa gert það með góðum árangri.“