Notaðu atriði úr bókinni Hvað kennir Biblían? á áhrifaríkan hátt
Um leið og biblíunemandi lærir hvað Biblían kennir og fer að heimfæra það, tekur hann framförum í trúnni. (Sálm. 1:1-3) Við getum hjálpað nemandanum að gera það með því nota vel nokkur gagnleg atriði í bókinni Hvað kennir Biblían?
Spurningar í byrjun hvers kafla: Hver kafli hefst með spurningum sem er svarað í kaflanum. Þú getur lesið spurningarnar til að vekja áhuga nemandans á efninu eða boðið honum að tjá sig stuttlega um hverja spurningu fyrir sig. Það er engin þörf á að leiðrétta rangar hugmyndir á þessu stigi. Athugasemdir hans hjálpa þér að sjá á hvaða atriði þú þarft að leggja áherslu. – Orðskv. 16:23; 18:13.
Viðauki: Ef nemandinn skilur og er sammála efninu í meginmálinu gætirðu hvatt hann til að lesa sjálfur samsvarandi efni í viðaukanum. Í næstu námsstund gætirðu notað nokkrar mínútur til að fullvissa þig um að hann hafi skilið efnið. Ef hann hefði hins vegar gagn af því að þið færuð saman yfir viðaukann, í heild eða að hluta, ættirðu að nota hluta af námsstundinni til þess. Þá lesið þið greinarnar í viðaukanum og þú spyrð spurninga sem þú hefur undirbúið fyrir fram.
Upprifjunarrammi: Ramminn í lok hvers kafla inniheldur fullyrðingar sem svara yfirleitt spurningunum í byrjun kaflans. Þú getur notað þennan ramma til að fara yfir aðalatriði kaflans. Lesið upphátt hverja fullyrðingu fyrir sig ásamt biblíuversum. Síðan geturðu beðið nemandann að útskýra hvernig biblíuversin styðja fullyrðinguna. – Post. 17:2, 3.