FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | ESRABÓK 6-10
Jehóva vill að við þjónum sér fúslega
Esra undirbjó heimför til Jerúsalem.
Esra fær leyfi frá Artaxerxes konungi til að snúa aftur til Jerúsalem og endurreisa tilbeiðslu á Jehóva.
Konungurinn veitti honum „allt sem hann óskaði“ fyrir hús Jehóva – gull, silfur, hveiti, vín, olíu og salt, samanlagt að núvirði yfir 13 milljarða króna.
Esra treysti því að Jehóva verndaði þjóna sína.
Heimferðin til Jerúsalem yrði erfið.
Hugsanleg leið var næstum 1.600 km og lá um hættulegt svæði.
Ferðin tók um fjóra mánuði.
Þeir sem sneru heim þurftu að hafa sterka trú, kostgæfni gagnvart sannri tilbeiðslu og hugrekki.
ESRA FERÐAÐIST MEÐ:
Gull og silfur sem vó meira en 750 talentur. Álíka og þrír fullvaxnir afrískir fílstarfar.
ERFIÐLEIKARNIR SEM FERÐAFÓLKIÐ GLÍMDI VIÐ:
Ræningjaflokkar, eyðimörkin, hættuleg dýr.