FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | SÁLMAR 52-59
„Varpaðu áhyggjum þínum á Jehóva“
Davíð upplifði mjög erfiðar prófraunir um ævina. Um það leyti sem Sálmur 55 var saminn hafði Davíð þjáðst. Orsakirnar voru ...
svívirðingar
ofsóknir
alvarlegt samviskubit
fjölskylduharmleikur
sjúkdómar
svik
Meira að segja þegar Davíð var að sligast undan áhyggjum fann hann leið til að takast á við erfiðleikana. Honum var innblásið að gefa öllum sem líður þannig eftirfarandi ráð: „Varpa áhyggjum þínum á Drottin.“
Hvernig getur þú farið eftir þessum orðum?
Snúðu þér til Jehóva í innilegri bæn og leggðu öll vandamál, áhyggjur og kvíða fyrir hann.
Leitaðu eftir leiðsögn og stuðningi í orði Guðs og söfnuði hans.
Gerðu það sem þú mögulega getur, í samræmi við meginreglur Biblíunnar, til að bæta ástandið.