Fólki í Albaníu boðið á minningarhátíð.
Tillögur að kynningum
VARÐTURNINN
Spurning: Hver er að þínu mati mesta gjöf Guðs til okkar?
Biblíuvers: Jóh 3:16
Tilboð: Í þessu tölublaði Varðturnsins er bent á hvers vegna Guð sendi Jesú til jarðar til að deyja fyrir okkur og hvernig við getum sýnt að við kunnum að meta þá gjöf.
HVAÐ ER RÍKI GUÐS?
Spurning: [Sýndu forsíðu smáritsins.] Hvernig myndir þú svara þessari spurningu? Er ríki Guðs eitthvað innra með okkur, myndmál eða stjórn á himnum?
Tilboð: Í þessu smáriti er útskýrt hvað ríki Guðs getur þýtt fyrir þig.
BOÐSMIÐI Á MINNINGARHÁTÍÐINA
Tilboð: Við erum að bjóða fólki á mjög mikilvægan viðburð. [Gefðu boðsmiðann.] Þann 11. apríl safnast milljónir manna saman um allan heim til að minnast dauða Jesú og hlusta á biblíuræðu, sem fjallar um hvernig dauði hans getur verið okkur til blessunar. Á þessum boðsmiða er að finna upplýsingar um stað og stund á okkar svæði. Aðgangur er ókeypis og þú ert hjartanlega velkominn.
BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN KYNNINGU
Búðu til þína eigin kynningu fyrir boðunina og líktu eftir uppsetningunni að ofan.