FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | JEREMÍA 22-24
Hefur þú „löngun til að þekkja“ Jehóva?
Jehóva líkti fólki við fíkjur
Trúföstum Gyðingum í útlegðinni í Babýlon var líkt við góðar fíkjur.
Sedekía konungur var ótrúr. Honum og öðrum sem gerðu illt var líkt við vondar fíkjur.
Hvernig getum við fengið „löngun til að þekkja“ Jehóva?
Jehóva gefur okkur „löngun til að þekkja“ sig ef við lesum orð hans og förum eftir því.
Við þurfum að gera heiðarlega sjálfsrannsókn og uppræta viðhorf og langanir sem stofna sambandi okkar við Jehóva í hættu.