FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | JEREMÍA 51-52
Orð Jehóva rætast nákvæmlega
Jehóva sagði nákvæmlega fyrir um ókomna atburði.
Bogmaður í konunglegri lífvarðarsveit Persa.
„Yddið örvarnar“
Medar og Persar voru þrautþjálfaðir bogamenn og bogi og örvar voru þeirra helstu vopn. Þeir ydduðu örvarnar til að þær myndu stingast dýpra.
„Kappar Babýlonar hafa hætt að berjast“
Í Nabónídusarkroníku segir: „Her Kýrusar fór inn í Babýlon án bardaga.“ Það þýðir sennilega að ekki hafi komið til stríðsátaka og er í samræmi við spádóm Jeremía.
Nabónídusarkroníka
,Babýlon verður að grjóthrúgu og eyðimörk um alla framtíð‘
Frá 539 f.Kr. fór frægð Babýlonar að fölna. Alexander mikli ætlaði sér að gera Babýlon að höfuðborg en dó skyndilega. Samfélag Gyðinga var þar enn á fyrstu öld og þess vegna heimsótti Pétur postuli Babýlon. En á fjórðu öld hafði borgin verið lög í rúst og hvarf algerlega með tímanum.