Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb18 febrúar bls. 4
  • „Heiðra föður þinn og móður“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Heiðra föður þinn og móður“
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2018
  • Svipað efni
  • Heiðraðu alls konar menn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Að heiðra aldraða foreldra
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
  • Hvað merkir það að ,heiðra föður sinn og móður‘?
    Biblíuspurningar og svör
  • Heiðraðu Jehóva – hvers vegna og hvernig?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2018
mwb18 febrúar bls. 4

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

„Heiðra föður þinn og móður“

Þegar Jesús var hér á jörð lagði hann áherslu á boðorðið: „Heiðra föður þinn og móður.“ (2Mós 20:12; Matt 15:4) Jesús gat hiklaust sagt það því hann var foreldrum sínum hlýðinn sem barn. (Lúk 2:51) Sem fullorðinn maður sá hann til þess að einhver myndi annast móður hans eftir dauða hans. – Jóh 19:26, 27.

Nú á dögum heiðra börn og unglingar foreldra sína með því að hlýða þeim og tala við foreldra sína með virðingu. Reyndar hefur boðorðið um að heiðra foreldra sína engin tímamörk. Við ættum að halda áfram að heiðra foreldra okkar með því að njóta góðs af visku þeirra þótt þau séu orðin gömul. (Okv 23:22) Við heiðrum líka aldraða foreldra með því að annast þá tilfinningalega og fjárhagslega eftir þörfum. (1Tím 5:8) Hvort sem við erum ung eða gömul ættum við að halda góðu sambandi við foreldra okkar því þannig sýnum við þeim virðingu.

HORFÐU Á TÖFLUTEIKNIMYNDINA HVERNIG GET ÉG RÆTT VIÐ FORELDRA MÍNA? SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvers vegna gæti þér fundist erfitt að ræða við foreldra þína?

  • Hvernig geturðu sýnt foreldrum þínum virðingu þegar þú talar við þá?

    Strákur skrifar foreldrum sínum bréf, talar við foreldra sína og spilar fótbolta með pabba sínum
  • Hvers vegna er það vel þess virði að tala við foreldra sína? (Okv 15:22)

    Foreldrar hjálpa syni sínum að takast á við áskoranir sem eru framundan

    Þér gæti gengið betur í lífinu ef þú talar við foreldra þína.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila