FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | LÚKAS 8-9
Hvað felst í því að fylgja Kristi?
Til að plógförin yrðu bein mátti sá sem plægði ekki láta það sem var fyrir aftan trufla sig. Eins getur kristinn maður ekki leyft sér að láta það sem hann hefur sagt skilið við trufla sig. – Fil 3:13.
Þegar erfiðleikar verða á vegi okkar er auðvelt að fara að sakna gömlu góðu daganna, hugsanlega tímans áður en við kynntumst sannleikanum. Þá gerum við gjarnan mikið úr því sem var ánægjulegt en lítið úr vandamálunum sem komu upp. Ísraelsmenn gerðu það eftir brottförina úr Egyptalandi. (4Mós 11:5, 6) Ef við myndum gæla við slíkar hugsanir gætum við freistast til að taka upp fyrri lífstíl. Það er miklu betra að hugleiða þá blessun sem við njótum nú og einbeita okkur að þeirri gleði sem við eigum í vændum undir stjórn Guðsríkis. – 2Kor 4:16-18.