FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | OPINBERUNARBÓKIN 7–9
Mikill múgur sem enginn getur talið hlýtur blessun Jehóva
Hvers vegna blessar Jehóva múginn mikla?
Hann stendur „frammi fyrir hásæti“ Jehóva og styður drottinvald Jehóva heilshugar.
Hann er klæddur „hvítum skikkjum“ sem gefur til kynna að hann hafi hreina, réttláta stöðu frammi fyrir Jehóva vegna trúar sinnar á lausnarfórn Krists.
Hann veitir Jehóva „heilaga þjónustu dag og nótt“, leggur sig staðfastlega fram við að tilbiðja Jehóva.
Hvað þarf ég að gera til að tilheyra múginum mikla?