LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Jörðin ,svelgdi fljótið‘
Veraldleg yfirvöld hafa komið fólki Jehóva til hjálpar í tímans rás. (Esr 6:1–12; Est 8:10–13) Jafnvel á okkar tímum höfum við séð ,jörðina‘ – sanngjarnar valdastofnanir – svelgja ,fljót‘ ofsókna sem „drekinn“, Satan djöfullinn, æsir til. (Op 12:16) Jehóva, sem er okkur „hjálpræðisguð“ hefur stundum áhrif á ráðamenn svo þeir koma fólki hans til hjálpar. – Sl 68:21; Okv 21:1.
En hvað ef þú situr í fangelsi vegna trúar þinnar? Ekki efast nokkurn tíma um að Jehóva vaki yfir þér. (1Mó 39:21–23; Sl 105:17–20) Þú mátt vera viss um að þér verður umbunað fyrir trú þína og trúfesti þín er trúsystkinum þínum um allan heim hvatning. – Fil 1:12–14; Op 2:10.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ TRÚBRÆÐUR OKKAR Í KÓREU LÁTNIR LAUSIR ÚR FANGELSI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvers vegna hafa þúsundir bræðra okkar verið fangelsaðir í Suður Kóreu í tímans rás?
Hvaða dómsúrskurður varð til þess að stytta fangelsisvist sumra bræðra okkar?
Hvernig getum við hjálpað bræðrum okkar víða um heim sem eru núna í fangelsi vegna trúar sinnar?
Hvernig ættum við að nota frelsið sem við höfum?
Hverjum eru öll unnin dómsmál að þakka þegar allt kemur til alls?
Hvernig nota ég það frelsi sem ég hef?