FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 2. MÓSEBÓK 7:26–9:25
Hvað getum við lært af frásögunni um hinn stolta faraó?
Faraóar Egyptalands litu á sig sem guði. Það hjálpar okkur að skilja hvers vegna faraó var of stoltur til að hlusta á Móse og Aron og jafnvel á sína eigin spásagnapresta.
Hlustar þú á tillögur annarra? Kanntu að meta það þegar aðrir gefa þér ráð? Eða finnst þér þú alltaf hafa rétt fyrir þér? „Dramb er falli næst.“ (Okv 16:18) Það er mjög mikilvægt að varast hroka.