FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 3. MÓSEBÓK 16–17
Hvernig snertir friðþægingardagurinn þig?
Hvað lærum við af því hvernig reykelsi var notað á friðþægingardeginum?
Bænir trúfastra þjóna Jehóva eru eins og reykelsi. (Sl 141:2) Æðstipresturinn bar reykelsið fram fyrir Jehóva með djúpri virðingu. Eins leitum við til Jehóva í bæn með djúpri virðingu.
Æðstipresturinn þurfti að brenna reykelsið áður en hann bar fram fórnirnar. Þannig gat hann verið viss um að hann hefði velþóknun Jehóva þegar hann bæri þær fram. Á sama hátt þurfti Jesús að hlýða Jehóva trúfastlega alla ævi sína á jörðinni til að Jehóva gæti tekið við fórn hans.
Hvernig get ég verið viss um að fórnir mínar séu Jehóva velþóknanlegar?