Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb20 desember bls. 7
  • Vilt þú sækja um í Skólann fyrir boðbera Guðsríkis?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vilt þú sækja um í Skólann fyrir boðbera Guðsríkis?
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
  • Svipað efni
  • Menntun handa þjónum Guðsríkis
    Ríki Guðs stjórnar
  • Sækjum um í Skólanum fyrir boðbera Guðsríkis
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
  • Hvaða menntun stendur brautryðjendum til boða?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
  • Aflaðu þér menntunar frá Jehóva
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2019
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
mwb20 desember bls. 7
Nokkrir nemendur við nám í Skólanum fyrir boðbera Guðsríkis.

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Vilt þú sækja um í Skólann fyrir boðbera Guðsríkis?

Ertu á aldrinum 23–65 ára og þjónarðu í fullu starfi? Ertu við góða heilsu og geturðu þjónað þar sem þörf er á boðberum? Ef svarið er já hefurðu þá hugleitt að sækja um í Skólann fyrir boðbera Guðsríkis? Síðan skólinn hóf göngu sína hafa þúsundir hjóna, einhleypra bræðra og einhleypra systra sótt um. Það er samt sem áður þörf á að fleiri einhleypir bræður sæki um. Biddu Jehóva að gefa þér enn meiri löngun til að þóknast honum og líkja eftir syni hans. (Sl 40:9; Mt 20:28; Heb 10:7) Hugleiddu svo hvernig þú gætir fækkað veraldlegum og persónulegum skuldbindingum til að geta sótt um.

Hvaða tækifæri í þjónustunni hafa boðist nemendum að náminu loknu? Sumir hafa verið beðnir að þjóna á erlendum málsvæðum eða að taka þátt í sérstöku boðunarstarfi meðal almennings í stórborgum. Seinna meir hafa sumir þjónað sem staðgenglar farandhirða, farandhirðar eða trúboðar. Þegar þú íhugar hvað þú gætir gert í þjónustu Jehóva skaltu hugsa eins og Jesaja spámaður sem sagði: „Hér er ég. Send þú mig.“ – Jes 6:8.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ TRÚBOÐAR – VERKAMENN VIÐ UPPSKERUNA OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Atriði úr myndbandinu ,Trúboðar – verkamenn við uppskeruna‘. Trúboðshjón ganga eftir gangstétt í boðuninni.

    Hvernig eru trúboðar valdir?

  • Atriði úr myndbandinu ,Trúboðar – verkamenn við uppskeruna‘. Trúboði og önnur systir fræða konu um Biblíuna.

    Hvaða góða starf vinna trúboðar?

  • Atriði úr myndbandinu ,Trúboðar – verkamenn við uppskeruna‘. Trúboði í táknmálssöfnuði ræðir við annan bróður um umsóknareyðublað.

    Hvaða blessun hefur trúboðsstarf í för með sér?

Langar þig að fræðast meira um Skólann fyrir boðbera Guðsríkis? Farðu þá inn á jw.org. Veldu „Bókasafn“ og síðan „Myndbönd“. Þar geturðu skoðað VIÐTÖL OG FRÁSÖGUR > HEILÖG ÞJÓNUSTA VEITIR BLESSUN. Horfðu á myndböndin Skólinn fyrir boðbera Guðsríkis veitir blessun, Kennsla frá Jehóva veitir blessun og Ánægður að vera verkfæri í höndum Guðs.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila