Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb21 janúar bls. 11
  • Veldu að þjóna Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Veldu að þjóna Jehóva
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2021
  • Svipað efni
  • Skírn er verðugt markmið
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Þjónar Guðs þurfa að skírast
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Að verða hæfur til skírnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Skírn og samband þitt við Guð
    Hvað kennir Biblían?
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2021
mwb21 janúar bls. 11
Hlykkjóttur vegur sem táknar lífsleið í þjónustu Jehóva. Skiltin meðfram veginum merkja áfanga í biblíunáminu, samkomusókn, boðun og skírn.

Hvar ert þú á leiðinni til skírnar?

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Veldu að þjóna Jehóva

Ert þú biblíunemandi eða ungur óskírður boðberi? Ef svo er, hefurðu sett þér það markmið að láta skírast? Hvers vegna ættirðu að láta skírast? Þeir sem vígja líf sitt Jehóva og láta skírast eignast sérstakt samband við hann. (Sl 91:1) Vígsla og skírn leiðir líka til björgunar. (1Pé 3:21) Hvernig geturðu náð þessum áfanga?

Sannaðu fyrir sjálfum þér að þetta sé sannleikurinn. Þegar spurningar koma upp í hugann skaltu skoða þær og finna svörin. (Róm 12:2) Athugaðu hvaða breytingar þú þarft að gera og láttu kærleikann til Jehóva knýja þig til að gera þessar breytingar. (Okv 27:11; Ef 4:23, 24) Biddu stöðugt til Jehóva um hjálp. Þú mátt treysta því að hann gefi þér styrk og styðji þig með krafti heilags anda. (1Pé 5:10, 11) Það sem þú leggur á þig er vel þess virði. Það jafnast ekkert á við það að þjóna Jehóva. – Sl 16:11.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ LEIÐIN TIL SKÍRNAR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvaða hindranir hafa sumir yfirstigið til að geta látið skírast?

  • Hvernig geturðu byggt upp nægilega sterka trú til að vígja þig Jehóva?

  • Hvað hefur verið mörgum hvatning til að stíga nauðsynleg skref til að geta látið skírast?

  • Hvernig blessar Jehóva þá sem kjósa að þjóna honum?

  • Hvað felur vígsla og skírn í sér?

Í lok skírnarræðunnar biður ræðumaðurinn skírnþega að standa upp og svara eftirfarandi spurningum hátt og skýrt:

Hefur þú iðrast synda þinna, vígt þig Jehóva og viðurkennt hjálpræðisleið hans fyrir milligöngu Jesú Krists?

Er þér ljóst að skírn þín auðkennir þig sem vott Jehóva sem tilheyrir söfnuði hans?

Með því að svara þessum spurningum játandi lýsa skírnþegar því yfir að þeir trúi á lausnarfórnina og hafi helgað líf sitt Jehóva skilyrðislaust. Þannig „játar maður trúna opinberlega“. – Róm 10:9, 10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila