LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA | AUKUM GLEÐINA AF BOÐUNINNI
Sýndu samkennd
Samkennd er eiginleiki sem hjálpar okkur að skilja hugsanir, tilfinningar, gildismat og þarfir annarra. Þegar okkur langar einlæglega til að hjálpa fólki skynjar það samkenndina. Þegar við sýnum samkennd í boðuninni, endurspeglum við kærleika Jehóva og það laðar fólk að honum. – Fil 2:4.
Samkennd er meira en kennslutækni, hún endurspeglast í því hvernig við hlustum og tölum, í viðhorfi okkar, tilburðum og svipbrigðum. Við sýnum samkennd með því að hafa einlægan áhuga á fólki. Við komum auga á áhugamál þess, trú og aðstæður. Við gefum góð ráð og bjóðum aðstoð en þvingum engan til að breyta sér. Þegar fólk þiggur aðstoð okkar veitir boðunin okkur enn meiri gleði.
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ UPPLIFÐU GLEÐINA SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM – TAKTU FRAMFÖRUM – SÝNDU SAMKENND OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig sýndi Nína samkennd þegar Jónína kom of seint?
Hvernig sýndi Nína samkennd þegar Jónína sagðist vera of stressuð til að nema?
Fólk laðast að Jehóva þegar við sýnum samkennd
Hvernig sýndi Nína samkennd þegar Jónína sagðist ekki vera mjög skipulögð?