LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA | AUKUM GLEÐINA AF BOÐUNUNNI
Þiggjum aðstoð starfsfélaga okkar
Okkur til hjálpar hefur Jehóva séð okkur fyrir ,öllu bræðrasamfélaginu‘. (1Pé 5:9) Trúsystkini okkar geta hjálpað okkur að takast á við áskoranir í boðununni með góðum árangri. Páll postuli naut aðstoðar Akvílasar og Priskillu, Sílasar, Tímóteusar og annarra. – Pos 18:1–5.
Hvernig geta starfsfélagar þínir aðstoðað þig í boðuninni? Þeir gætu komið með góðar tillögur um hvernig megi svara mótbárum, leggja grunn að endurheimsóknum eða bjóða og halda biblíunámskeið. Íhugaðu hvort einhver í þínum söfnuði gæti aðstoðað þig, biddu síðan viðkomandi um aðstoð. Það mun án efa gagnast ykkur báðum og veita ykkur gleði. – Fil 1:25.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ UPPLIFÐU GLEÐINA SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM – LEYFÐU JEHÓVA AÐ HJÁLPA ÞÉR – TRÚSYSTKINI OKKAR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig reyndi Nína að hvetja Jónínu til að sækja safnaðarsamkomur?
Hvers vegna ættum við að bjóða öðrum boðberum með þegar við höldum biblíunámskeið?
Það þarf heilan söfnuð til að gera nemanda að lærisveini.
Hvaða sameiginlega áhugamál höfðu þær Jónína og Abigail?
Hvað gætu starfsfélagar þínir kennt þér sem nýtist í boðuninni?