Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb22 janúar bls. 13
  • Það sem má læra af ævi Samúels

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Það sem má læra af ævi Samúels
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
  • Svipað efni
  • Jehóva talar við Samúel
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Samúel hélt áfram að breyta rétt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Samúel gerði það sem var rétt
    Kenndu börnunum
  • Lítill drengur þjónar Guði
    Biblíusögubókin mín
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
mwb22 janúar bls. 13
Samsett mynd: Teikning byggð á myndskeiðinu „Lærum af þeim – Samúel“. 1. Danny. 2. Drengurinn Samúel.

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Það sem má læra af ævi Samúels

Samúel var Jehóva trúr alla ævi. Á barnsaldri vildi hann alls ekki verða siðspilltur eins og Hofní og Pínehas synir Elí. (1Sa 2:22–26) Samúel óx og dafnaði og Jehóva var með honum. (1Sa 3:9) Á gamals aldri var hann enn trúr Jehóva, þótt synir hans væru það ekki. – 1Sa 8:1–5.

Hvað getum við lært af fordæmi Samúels? Ef þú ert ungur að árum skaltu vera fullviss um að Jehóva skilur hvað þú ert að glíma við og hvernig þér líður. Hann getur hjálpað þér að sýna hugrekki. (Jes 41:10, 13) Ef þú ert foreldri barns sem hefur leiðst afvega, geturðu huggað þig við það að Samúel gat ekki þvingað fullorðna syni sína til að vera trúir meginreglum Jehóva. Hann lagði málin í hendur Jehóva og varðveitti eigin ráðvendni og gladdi Jehóva, himneskan föður sinn. Vera má að gott fordæmi þitt fái barnið þitt til að snúa aftur til Jehóva.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ LÆRUM AF ÞEIM – SAMÚEL OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Mynd úr myndskeiðinu „Lærum af þeim – Samúel“. Drengurinn Samúel að bera eldivið í tjaldbúðinni.

    Hvernig sýndi Samúel hugrekki á barnsaldri?

  • Mynd úr myndskeiðinu „Lærum af þeim – Samúel“. Danny spyr eldri bróður sinn hvers vegna hann lifi tvöföldu lífi.

    Hvað gerði Danny sem sýndi hugrekki hans?

  • Mynd úr myndskeiðinu „Lærum af þeim – Samúel“. Spámaðurinn Samúel á gamals aldri.

    Að hvaða leiti var Samúel til fyrirmyndar á gamals aldri?

  • Mynd úr myndskeiðinu „Lærum af þeim – Samúel“. Foreldrar Dannys eftir að hafa verið með honum í boðuninni.

    Jehóva styður þá sem taka skýra afstöðu með því sem er rétt.

    Hvernig voru foreldrar Dannys góð fyrirmynd?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila