LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA | AUKUM GLEÐINA AF BOÐUNINNI
Hjálpaðu biblíunemendum að byggja upp gott samband við Jehóva
Jehóva vill að við þjónum honum af kærleika. (Mt 22:37, 38) Það er kærleikur til Guðs sem veitir biblíunemendum styrk til að gera nauðsynlegar breytingar og vera staðfastir í prófraunum. (1Jó 5:3) Síðan knýr kærleikur þeirra til Guðs þá til að láta skírast.
Hjálpaðu nemendum að sjá að Guði þykir vænt um þá. Spyrðu spurninga eins og: „Hvað segir þetta þér um Jehóva?“ eða „Hvernig sýnir þetta að Guði þykir vænt um þig?“ Hjálpaðu þeim að skilja hvernig Jehóva hjálpar þeim persónulega. (2Kr 16:9) Segðu þeim frá dæmum um hvernig Jehóva hefur svarað bænum þínum og hvettu þá til að taka eftir hvernig hann svarar bænum þeirra. Það er mjög ánægjulegt þegar biblíunemendur sýna þakklæti sitt fyrir kærleika Jehóva og vilja vera vinir hans.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ HJÁLPAÐU BIBLÍUNEMENDUM ÞÍNUM AÐ … BYGGJA UPP GOTT SAMBAND VIÐ JEHÓVA OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvaða hindrun stóð Jónína frammi fyrir?
Hvernig hjálpaði Nína Jónínu?
Hvernig tókst Jónínu að yfirstiga hindrunina?