Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb22 september bls. 5
  • Hjónaband – ævilangt samband

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hjónaband – ævilangt samband
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
  • Svipað efni
  • Hvað segir Biblían um einhleypi og hjónaband?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Hjónaband — gjöf frá Guði kærleikans
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
  • Grunnur að góðu hjónabandi
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
  • Leiðsögn Guðs um val á maka
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
mwb22 september bls. 5
Par boðar trúna saman.

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hjónaband – ævilangt samband

Gott kristið hjónaband er Jehóva til sóma og veitir eiginmanninum og eiginkonunni gleði. (Mr 10:9) Til að hjónaband sé varanlegt og hamingjuríkt er nauðsynlegt að halda sér við meginreglur Biblíunnar þegar maki er valinn.

Stofnaðu ekki til sambands með hjónaband í huga fyrr en eftir að „æskublóminn er liðinn hjá“, sá tími þegar kynhvötin er hvað sterkust og getur ruglað dómgreindina. (1Kor 7:36) Notaðu vel árin sem þú ert ekki í hjónabandi til að styrkja samband þitt við Guð og þroska með þér góða eiginleika. Þá verður þú í mun betri aðstöðu til að stuðla að farsælu hjónabandi.

Áður en þú samþykkir að giftast einhverjum skaltu gefa þér nægan tíma til að kynnast ,hinum hulda manni hjartans‘. (1Pé 3:4) Ef alvarlegar efasemdir vakna skaltu ræða þær við tilvonandi maka þinn. Hjónabandið ætti, eins og önnur mannleg samskipti, að snúast meira um að gefa en að þiggja. (Fil 2:3, 4) Ef þú ferð eftir meginreglum Biblíunnar áður en þú gengur í hjónaband leggurðu góðan grunn að hamingjuríku hjónabandi.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ AÐ BÚA SIG UNDIR HJÓNABAND – 3. HLUTI: ,REIKNAÐU KOSTNAÐINN‘ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNNGUM:

  • Hvernig þróaðist samband systurinnar við Shane?

  • Hverju tók hún eftir þegar hún kynntist honum betur?

  • Hvaða aðstoð fékk hún frá foreldrum sínum og hvaða skynsamlegu ákvörðun tók hún?

Bróðir sem er að kynnast systur með hjónaband í huga gæti íhugað þessar spurningar:

Hvaða kristilegu eiginleikum býr hún yfir? Hvernig sýnir hún að hún leiti fyrst og fremst ríkis Guðs? Ber hún virðingu fyrir leiðbeiningum Biblíunnar og safnaðar Jehóva? Sýnir hún að henni sé annt um annað fólk?

Systir sem er að kynnast bróður með hjónaband í huga gæti íhugað þessar spurningar:

Hvaða kristilegu eiginleikum býr hann yfir? Lætur hann tilbeiðsluna og ábyrgð sína í söfnuðinum ganga fyrir vinnu, peningum, íþróttum og afþreyingu? Hvernig kemur hann fram við fjölskyldu sína? Sýnir hann að honum sé annt um annað fólk?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila