Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb23 maí bls. 5
  • Hefur þú búið þig undir efnahagskreppu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hefur þú búið þig undir efnahagskreppu?
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2023
  • Svipað efni
  • Ertu viðbúinn?
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
  • Vertu viðbúinn á allra „síðustu dögum“
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2021
  • Ákvarðanir sem sýna að við reiðum okkur á Jehóva
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2023
  • Ertu viðbúinn því að óeirðir brjótist út?
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2023
mwb23 maí bls. 5

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hefur þú búið þig undir efnahagskreppu?

Ótryggt efnahagsástand um heim allan kemur okkur ekki í uppnám. Af hverju ekki? Af því að það er langt liðið á síðustu daga og Biblían varar okkur við að binda vonir við „hverfulan auð“. (1Tí 6:17; 2Tí 3:1) Hvað lærum við af fordæmi Jósafats um að búa okkur undir efnahagskreppu?

Jósafat setti traust sitt á Jehóva þegar óvinaþjóðir ógnuðu honum. (2Kr 20:9–12) Hann gerði líka ráðstafanir til að undirbúa þjóðina með því að styrkja varnir borga og koma upp herbúðum í landinu. (2Kr 17:1, 2, 12, 13) Það væri skynsamlegt af okkur að líkja eftir Jósafat og búa okkur eins vel og við getum undir erfiða tíma.

HVAÐ GETUM VIÐ GERT TIL AÐ BÚA OKKUR UNDIR EFNAHAGSKREPPU?

Styrktu sambandið við Jehóva: Temdu þér nægjusemi og treystu því að Jehóva geti séð þér fyrir daglegum nauðsynjum. (Mt 6:26; 1Tí 6:8) Einsettu þér að víkja aldrei frá meginreglum Biblíunnar til að afla nauðsynja. (Róm 2:21) Veltu fyrir þér hvernig þú gætir nálgast andlega fæðu ef rafmagnið fer eða netsambandið rofnar. Veldu nokkur prentuð rit til að hafa við höndina og vistaðu rafræn rit fyrirfram ef mögulegt er.

Undirbúðu þig fjárhagslega: Dragðu úr skuldum og óþarfa útgjöldum áður en efnahagsástandið verður mjög erfitt. (Okv 22:7) Hafðu tiltækar raunhæfar birgðir af mat og öðrum nauðsynjum ef mögulegt er. Sumir gætu íhugað að rækta grænmeti til að spara.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ ERTU VIÐBÚINN NEYÐARTÍMUM? OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

Atriði úr myndbandinu „Ertu viðbúinn neyðartímum?“ Innfeldar myndir sýna Biblíu, neyðartösku, farsíma og byggingaverkamenn.
  • Hvað getum við gert til að búa okkur undir neyðartíma?

Atriði úr myndabandinu „Ertu viðbúinn neyðartímum?“ Bræður veita neyðaraðstoð og aðstoða við byggingarvinnu og losa efni af fluttningabíl.
  • Hvernig getum við búið okkur undir að hjálpa öðrum?

MARKMIÐ

Takið fyrir efnið í Vaknið nr. 1 2022 (á erlendum málum) í tilbeiðslustund fjölskyldunnar. Ræðið hvað fleira þið gætuð gert til að búa ykkur undir neyðartíma.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila