LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Notaðu JW.ORG heimasíðuna í boðuninni
Greinar og myndbönd sem birtast á heimasíðunni á vefsetri okkar höfða til fólks með gott hugarfar. (Pos 13:48) Oft er fjallað um efni sem er í fréttum og almenningur hugsar og talar um.
Hvernig getur þú notað jw.org heimasíðuna til að boða trúna?
Hafðu það fyrir venju að skoða vefsetrið. Fylgstu með nýjasta forsíðuefninu og íhugaðu hvernig þú gætir notað það til að hjálpa einhverjum sem sýnir áhuga. (Smelltu á „Sjá meira“ til að sjá valið efni sem hefur nýlega birst á heimasíðunni.) Með því að fylgjast vel með því nýjasta á vefsetrinu er auðveldara að ræða um áhugavert efni í boðuninni.
Notaðu greinar og myndbönd sem eru á heimasíðunni til að hefja umræður. Þetta efni gefur okkur hugmynd um hvað fólk á starfsvæðinu er að hugsa.
Sýndu fólki heimasíðuna. Leggðu áherslu á ákveðið umræðuefni og sýndu hvernig hægt er að finna efnið á vefsetrinu.
Sendu hlekk. Sumir hika við að tala við okkur en eru fúsir að skoða efni á vefsetri okkar. Þess vegna skaltu ekki hika við að senda áhugasömu fólki hlekk á ákveðna grein eða myndband sem er fjallað um á heimasíðunni.