Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w20 nóvember bls. 8-11
  • Jehóva umbunar þeim ríkulega sem snúa aftur til heimalands síns

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva umbunar þeim ríkulega sem snúa aftur til heimalands síns
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • RÉTTI STAÐURINN FYRIR FISKVEIÐAR
  • GLEÐIN SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM
  • STUÐNINGUR JEHÓVA VAR AUGLJÓS
  • GLEÐIN SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ HJÁLPA FÓLKI AÐ VÍGJAST JEHÓVA
  • „VIÐ HÖFUM GERT ÞAÐ SEM VIÐ ÞURFTUM AÐ GERA“
  • „Ég hef lært svo margt af öðrum“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Gefandi vegferð í þjónustu Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
  • Þau buðu sig fúslega fram
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Þau buðu sig fúslega fram – á Madagaskar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
w20 nóvember bls. 8-11
Onésime og Géraldine boða smásala á svæðinu trúna.

Onésime og Géraldine.

Jehóva umbunar þeim ríkulega sem snúa aftur til heimalands síns

MARGIR bræður og systur sem fluttust á sínum tíma frá þróunarlöndum til landa í hinum vestræna heimi hafa snúið aftur til heimalands síns. Knúin af kærleika til Jehóva og náungans hafa þau flust til svæða þar sem þörf er á fleiri boðberum Guðsríks. (Matt. 22:37–39) Hvaða fórnir hafa þau fært og hvernig hefur Jehóva umbunað þeim? Til að komast að því skulum við heimsækja Kamerún í vestanverðri Afríku.

RÉTTI STAÐURINN FYRIR FISKVEIÐAR

Árið 1998 fluttist bróðir að nafni Onésime frá Kamerún, heimalandi sínu. Hann bjó erlendis í 14 ár. Dag einn þegar hann var á safnaðarsamkomu heyrði hann líkingu um boðunina. Ræðumaðurinn spurði: „Ef tveir vinir væru við veiðar á tveimur mismunandi stöðum og annar veiddi meir en hinn, myndi sá sem veiddi minna ekki færa sig þangað sem veiðin væri meiri?“

Líkingin fékk Onésime til að hugsa um að snúa aftur til „gjöfulla fiskimiðanna“ í Kamerún og hjálpa boðberum þar. En hann hafði áhyggjur. Gæti hann aðlagast aðstæðum í landinu eftir öll þessi ár í útlöndum? Onésime fór til Kamerúns og dvaldi þar í sex mánuði til að komast að því. Og árið 2012 fluttist hann búferlum þangað.

Onésime segir: „Ég þurfti að aðlagast hitanum og lifnaðarháttum. Ég þurfti aftur að venjast því að sitja á hörðum bekkjum í ríkissal. En því betur sem ég einbeitti mér að dagskránni,“ segir hann með bros á vör, „þeim mun fjarlægari urðu bólstruðu sætin í minningunni.“

Onésime kvæntist Géraldine árið 2013 en hún hafði flust aftur til Kamerúns eftir að hafa átt heima í Frakklandi í níu ár. Hvaða blessun hlutu hjónin fyrir að láta vilja Jehóva hafa forgang í lífinu? Onésime segir: „Við hjónin höfum sótt Skólann fyrir boðbera Guðsríkis og þjónum á Betel. Á einu ári létu 20 biblíunemendur í söfnuðinum okkar skírast. Mér finnst ég vera kominn á rétta staðinn fyrir ,fiskveiðar‘.“ (Mark. 1:17, 18) Géraldine bætir við: „Ég hef hlotið meiri blessun en ég hefði getað ímyndað mér.“

GLEÐIN SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM

Judith og Sam-Castel boða manni á ströndinni trúna.

Judith og Sam-Castel.

Judith hafði flust til Bandaríkjanna en hana langaði til auka þjónustu sína. Hún segir: „Ég grét eftir hverja heimsókn til fjölskyldunnar í Kamerún vegna þess að ég þurfti að kveðja marga sem ég var farin að aðstoða við biblíunám.“ En Judith hikaði við flytja þangað aftur. Hún var í vel launaðri vinnu sem gerði henni kleift að borga fyrir nauðsynlega læknismeðferð handa föður sínum. En Judith setti traust sitt á Jehóva og fluttist aftur til Kamerúns. Hún viðurkennir að hún saknaði ýmissa þæginda sem hún naut erlendis. En hún bað Jehóva að hjálpa sér að aðlagast og fékk hjálp þegar farandhirðir og eiginkona hans uppörvuðu hana.

Judith segir þegar hún lítur til baka: „Á innan við þremur árum hafði ég notið þeirrar gleði að hjálpa fjórum einstaklingum til skírnar.“ Judith gerðist sérbrautryðjandi. Og nú þjónar hún ásamt Sam-Castel eiginmanni sínum í farandstarfi. En hvað um föður Judith? Hún og fjölskylda hennar fundu spítala í öðru landi sem var fús til að borga fyrir skurðaðgerð sem faðir hennar þurfti að gangast undir. Til allrar hamingju tókst aðgerðin vel.

STUÐNINGUR JEHÓVA VAR AUGLJÓS

Victor og Caroline boða manni trúna í almenningsgarði.

Caroline og Victor.

Bróðir sem heitir Victor fluttist til Kanada. Eftir að hafa lesið grein í Varðturninum um æðri menntun fór hann að hugsa um sína eigin menntun. Hann hætti í háskóla og fór í styttra tækninám. „Þannig gat ég fengið vinnu fyrr,“ segir hann, „og gert það sem mig hafði lengi langað til að gera, að vera brautryðjandi.“ Victor kvæntist seinna Caroline og saman fóru þau í heimsókn til Kamerúns. Meðan þau voru í heimsókn á deildarskrifstofunni þar voru þau hvött til að hugleiða að þjóna í landinu. Victor segir: „Þar sem við höfðum lifað einföldu lífi gátum við ekki séð neina ástæðu til að afþakka boðið.“ Þótt Caroline ætti við heilsuvandamál að stríða ákváðu þau samt að flytja.

Victor og Caroline störfuðu saman sem brautryðjendur til að sinna öllum þeim sem þau hittu og sýndu áhuga á Biblíunni. Um tíma gátu þau lifað á sparifé sínu. Síðan fóru þau til Kanada til að vinna í nokkra mánuði og sneru svo aftur til Kamerúns og héldu brautryðjandastarfinu áfram. Hvaða blessun hlutu þau? Þau sóttu Skólann fyrir boðbera Guðsríkis, þjónuðu sem sérbrautryðjendur og eru nú sjálfboðaliðar við byggingarstörf. Victor segir: „Við uppskárum blessun Jehóva þegar við fórum út fyrir þægindarammann.“

GLEÐIN SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ HJÁLPA FÓLKI AÐ VÍGJAST JEHÓVA

Stéphanie og Alain við ritatrillur og boða konu trúna.

Stéphanie og Alain.

Árið 2002 las Alain, sem var við nám í háskóla í Þýskalandi, smáritið Unglingar – hvernig ætlið þið að nota líf ykkar? Það var honum hvatning til að setja sér ný markmið. Hann sótti Þjónustuþjálfunarskólann árið 2006 og var sendur til Kamerúns, heimalands síns.

Alain fann hlutastarf í Kamerún. Seinna fann hann betur launað starf sem hann þáði. En hann hafði áhyggjur af því að það drægi úr þátttöku hans í boðuninni. Þegar honum var boðið að gerast sérbrautryðjandi þáði hann því boðið án þess að hika. Vinnuveitandi Alains bauð honum hærra kaup en hann hafnaði því og hélt sig við ákvörðun sína. Seinna kvæntist hann Stéphanie sem hafði átt heima í Frakklandi um árabil. Hvaða erfiðleikum mætti hún þegar hún fluttist aftur til Kamerúns?

Stéphanie segir: „Ég þurfti að glíma við nokkur minni háttar heilsuvandamál en það hjálpaði mér að fá reglubundna meðferð.“ Hjónunum var umbunað fyrir þolgæðið. Alain segir: „Þegar við boðuðum trúna í afskekktu þorpi sem heitir Katé hittum við marga sem vildu kynna sér Biblíuna. Seinna gátum við aðstoðað suma þeirra við biblíunám í gegnum síma. Tveir þeirra létu skírast og hópur var myndaður á staðnum.“ Stéphanie bætir við: „Ekkert veitir meiri gleði en að hjálpa fólki að taka framförum og vígjast Jehóva. Við höfum oftsinnis notið þeirrar gleði í þjónustu okkar hér.“ Alain og Stéphanie eru nú í farandstarfi.

Kostirnir við að þjóna í heimalandi sínu

„Við þekktum þegar menninguna og hugsunarhátt fólks. Fólk var ekki jafn tortryggið gagnvart okkur og gagnvart útlendingum og við áttum auðvelt með að tala við það.“ – Alain

„Við áttum auðveldara en útlendingar með að ferðast og gátum farið á staði sem voru ekki jafn aðgengilegir þeim.“ – Stéphanie

„VIÐ HÖFUM GERT ÞAÐ SEM VIÐ ÞURFTUM AÐ GERA“

Léonce og Gisèle boða konu trúna á brú.

Léonce og Gisèle.

Gisèle lét skírast meðan hún stundaði læknanám á Ítalíu. Hún heillaðist af einföldum lífsstíl brautryðjendahjónanna sem aðstoðuðu hana við biblíunám og hana langaði til að gera meira í þjónustunni. Hún gerðist því brautryðjandi meðan hún var að klára læknanámið.

Gisèle langaði til að snúa aftur til Kamerúns og auka starf sitt þar en hafði áhyggjur. Hún segir: „Ég þurfti að afsala mér lagalegum rétti mínum til að búa á Ítalíu og kveðja ættingja og vini sem bjuggu þar.“ En þrátt fyrir það fluttist Gisèle til Kamerúns í maí 2016. Seinna giftist hún Léonce. Deildarskrifstofan í Kamerún hvatti þau hjónin að flytjast til Ayos, bæjar þar sem er mikil þörf á boðberum Guðsríkis.

Hvernig var að búa í Ayos? Gisèle segir: „Við vorum oft rafmagnslaus svo vikum skipti og gátum ekki hlaðið farsíma okkar. Við gátum lítið notað þá. Ég lærði að elda yfir opnum eldi og við fórum með hjólbörur og vasaljós til að sækja vatn á kvöldin þegar ekki var svo mikil mannþröng við lindina.“ Hvað hjálpaði þeim að halda út? Gisèle segir: „Jehóva hjálpaði okkur með anda sínum. Við hjónin studdum hvort annað. Og fjölskylda og vinir hvöttu okkur og gáfu okkur af og til peningagjöf.“

Er Gisèle ánægð að hún skyldi hafa farið aftur til heimalands síns? „Já, tvímælalaust,“ segir hún. „Það voru erfiðleikar til að byrja með og við stundum kjarklítil, en við sigruðumst á erfiðleikunum og okkur hjónunum finnst bara að við höfum gert það sem við þurftum að gera. Við treystum Jehóva og eigum nánara samband við hann.“ Léonce og Gisèle sóttu Skólann fyrir boðbera Guðsríkis og þjóna nú tímabundið sem sérbrautryðjendur.

Þeir sem snúa aftur til heimalands síns til að hjálpa hjartahreinu fólki sem bregst vel við boðskapnum um Guðsríki eru fúsir til að færa fórnir líkt og veiðimenn sem takast hugrakkir á við erfiðleika til að geta fiskað vel. Jehóva gleymir ekki kærleikanum sem þessir duglegu boðberar hafa sýnt nafni hans. (Neh. 5:19; Hebr. 6:10) Ef þú býrð erlendis og þörf er á fleiri boðberum Guðsríkis í heimalandi þínu, geturðu þá flust aftur þangað? Ef svo er bíður þín ríkuleg blessun. – Orðskv. 10:22.

Hvað hjálpaði þeim?

Ef þú ert að hugleiða að flytja aftur til heimalands þíns skaltu taka eftir því hvað hjálpaði bræðrum og systrum sem eru nefnd í greininni þegar þau gerðu það.

  • Hverju geturðu átt vona á?

    „Vertu undir það búinn að ættingjar og vinir sem vilja vel letji þig eða þrýsti á þig til að hindra að þú flytjist burt. Treystu Jehóva.“ – Alain

  • Hvernig geturðu undirbúið þig?

    „Ég efast um að ég hafi nokkurn tíma áður beðið jafn mikið til Jehóva.“ – Gisèle

    „Ég lagði fyrir til að vera ekki fjárhagslega háð öðrum.“ – Géraldine

    „Ég fór í allsherjar læknisskoðun.“ – Stéphanie

  • Hvernig geturðu séð fyrir þér?

    „Ég lifði á sparifénu mínu til að byrja með. Síðan fór ég að kenna í framhaldsskóla og lærði síðar að búa til og selja sápu.“ – Géraldine

    „Við drýgðum tekjurnar með því að búa til nammi sem við seldum verslunum.“ – Gisèle

    „Ég vann í gegnum netið við að þýða skjöl.“ – Onésime

  • Hvernig geturðu tryggt öryggi þitt?

    „Ég valdi örugga íbúð í grennd við bræður og systur.“ – Géraldine

    „Ég var aldrei ein í boðuninni.“ – Gisèle

    „Ég fer ekki ein út á kvöldin. Og ég geng ekki með verðmæti á mér.“ – Stéphanie

    „Ég lét ekki alla vita að ég hefði búið erlendis, og ég gerði hlutina á svipaðan hátt og aðrir til að skera mig ekki úr.“ – Judith

  • Hvað geturðu gert til að viðhalda gleðinni og ná árangri?

    „Við lærðum að laga okkur að aðstæðum. Við höfðum í huga hvers vegna við komum og einblíndum á það sem var jákvætt.“ – Victor

    „Ég þurfti að temja mér nægjusemi.“ – Alain

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila