Kynning
Hefur þú beðið til Guðs og fundist hann ekki svara bæn þinni? Þú ert þá ekki einn um það. Margir hafa beðið til Guðs um hjálp en losna samt ekki við vandamál sín. Í þessu blaði er fjallað um það hvers vegna við getum verið viss um að Guð heyrir bænir okkar, hvers vegna sumum bænum er ekki svarað og hvernig við getum beðið þannig að við fáum bænheyrslu.