PRÓFAÐU ÞETTA
Nýttu þér myndirnar
Í ritum okkar eru margar myndir sem hafa að geyma mikilvæga kennslu. Hvernig geturðu nýtt þér myndirnar sem best?
Líttu yfir myndirnar áður en þú lest greinina. Þær geta vakið forvitni þína og hvatt þig til að lesa greinina, rétt eins og girnilegur matur biður þig um að borða sig þegar þú horfir á hann. Spyrðu þig: Hvað sé ég? – Amos 7:7, 8.
Veltu því fyrir þér hvers vegna myndirnar voru valdar þegar þú lest greinina. Lestu myndatextann ef hann er til staðar. Hugleiddu hvernig myndirnar tengjast efni greinarinnar og hvað þú getur lært af þeim.
Eftir að þú hefur lesið greinina skaltu nota myndirnar til að rifja upp aðalatriðin. Lokaðu augunum og reyndu að muna eftir myndunum og hvað hægt er að læra af þeim.
Hvernig væri að líta aftur á myndirnar í þessu blaði og rifja upp það sem þú hefur lært af þeim?