Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w25 ágúst bls. 31
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
  • Svipað efni
  • Ríki Guðs ryður óvinum sínum úr vegi
    Ríki Guðs stjórnar
  • Harmagedón er tilhlökkunarefni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Hvað vitum við um dóma Jehóva í framtíðinni?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
  • Verum trúföst þegar ,þrengingin mikla‘ gengur yfir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
w25 ágúst bls. 31

Spurningar frá lesendum

Hvenær hættum við að boða fagnaðarboðskapinn?

Jesús sagði: „Fagnaðarboðskapurinn um ríkið verður boðaður um alla jörðina til að allar þjóðir fái að heyra hann, og síðan kemur endirinn.“ (Matt. 24:14) Gríska orðið telos sem er þýtt „endir“ í þessu versi og einnig í versunum 6 og 13 vísar til endis á heimi Satans í Harmagedón. (Opinb. 16:14, 16) Við munum því halda áfram að boða fagnaðarboðskapinn þangað til Harmagedón hefst. Þetta er breyttur skilningur.

Hingað til höfum við álitið að boðun fagnaðarboðskaparins myndi hætta þegar þrengingin mikla brýst út með eyðingu Babýlonar hinnar miklu. (Opinb. 17:3, 5, 15, 16) Við töldum að þessi atburður myndi marka endi hins táknræna ‚árs góðvildar Jehóva‘. (Jes. 61:2) Við héldum líka að þeir sem lifðu af þrenginguna miklu myndu sanna hollustu sína við Jehóva áður en hún skylli á. Þeir væru eins og Gyðingarnir sem lifðu af eyðingu Jerúsalem árið 607 f.Kr. Þeir tilbáðu Jehóva og hötuðu illskuna og höfðu því fyrir fram verið merktir til að lifa af eyðinguna. (Esek. 5:11; 9:4) Þessi samanburður brýtur í bága við orð Jesú í Matteusi 24:14 þar sem hann segir að fólk hafi tækifæri til að taka við fagnaðarboðskapnum allt fram til enda þessa heims í Harmagedón.

Gleggri skilningur okkar á Matteusi 24:14 hefur líka áhrif á skilning okkar á Opinberunarbókinni 16:21 þar sem boðskapnum er líkt við högl. Nánari rannsókn hefur leitt í ljós að þessi tvö vers styðja hvort annað. Hvernig þá? Svarið finnum við í lýsingu Biblíunnar á því hvernig fólk mun bregðast við fagnaðarboðskapnum. Þeim sem „eiga eftir að bjargast,“ segir Páll postuli, er boðskapurinn fagnaðarboðskapur, „ilmur af lífi“. En óvinum Guðs, sem er illa við boðskapinn, er hann „lykt af dauða“. (2. Kor. 2:15, 16) Þeir hata boðskapinn um ríkið af því að hann sýnir heim þeirra í réttu ljósi – hann er vondur, er á valdi Satans og honum verður eytt. – Jóh. 7:7; 1. Jóh. 2:17; 5:19.

Taktu líka eftir að táknræna haglplágan verður „óvenjumikil“. Það getur þýtt að í þrengingunni muni boðunin hafa kröftugri áhrif og að nafn Jehóva verði kunngert sem aldrei fyrr. (Esek. 39:7) En munu þá sumir laðast að fagnaðarboðskapnum eins og að sætum ilmi eftir að Babýlon hinni miklu hefur verið eytt? Það er ekki ósennilegt. Kannski rifjast upp fyrir þeim eða þeir komast að raun um að vottar Jehóva kunngerðu endi falstrúarbragðanna í áratugi.

Þetta er ekkert ólíkt því sem gerðist í Forn-Egyptalandi í kjölfar pláganna tíu. Eftir að Jehóva „[fullnægði] dómi yfir öllum guðum Egyptalands“ slóst „fjölmennur blandaður hópur“ útlendinga í hóp með þjóð Jehóva. (2. Mós. 12:12, 37, 38) Vel má vera að þessi hópur útlendinga hafi ákveðið að fylgja Jehóva þegar hann sá hvernig plágurnar tíu sem Móse hafði varað við komu fram.

Allir sem snúa sér til Jehóva eftir eyðingu Babýlonar hinnar miklu fá tækifæri til að gera bræðrum Krists sem enn eru eftir á jörðinni gott. (Matt. 25:34–36, 40) Tækifærið til að fá hagstæðan dóm sem sauður tekur enda rétt fyrir Harmagedón, þegar hinir andasmurðu sem eru eftir á jörðinni fá laun sín á himnum.

Þessi skýrari skilningur sýnir glöggt hversu kærleiksríkur og miskunnsamur Jehóva er. Hann „vill ekki að neinn farist heldur að allir fái tækifæri til að iðrast“. – 2. Pét. 3:9.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila