Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.15 bls. 3-4
  • Bréf frá hinu stjórnandi ráði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Bréf frá hinu stjórnandi ráði
  • Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Svipað efni
  • Byggingarstörf sem eru Jehóva til heiðurs
    Ríki Guðs stjórnar
  • ‚Sælir eru þeir sem þolgóðir hafa verið‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Byggingar sem hjálpa okkur að sinna boðuninni
    Hvernig eru framlögin notuð?
Ríkisþjónusta okkar – 2015
km 5.15 bls. 3-4

Bréf frá hinu stjórnandi ráði

Kæru bræður og systur:

„Vér þökkum ávallt Guði fyrir yður alla, er vér minnumst yðar í bænum vorum. Fyrir augsýn Guðs og föður vors erum vér sífellt minnugir starfs yðar í trúnni, erfiðis yðar í kærleikanum og stöðuglyndis yðar í voninni á Drottin vorn Jesú Krist.“ (1. Þess. 1:2, 3, Biblían 1981) Þessi fallegu orð lýsa vel tilfinningum okkar í ykkar garð. Við þökkum Jehóva fyrir ykkur og það góða starf sem þið framkvæmið.

Þið voruð önnum kafin í þágu Guðsríkis síðastliðið ár vegna ,starfs ykkar í trúnni‘ og ,erfiðis ykkar í kærleikanum‘. Mörg ykkar hafa reynt að auka boðunarstarfið eða prófa nýjar aðferðir. Sumir hafa flutt til svæða, jafnvel annarra landa, þar sem mikil þörf er fyrir boðbera. Aðrir hafa aukið þjónustu sína með því að boða ríki Guðs á almannafæri. Margir gerðust aðstoðarbrautryðjendur á tímabilinu í kringum minningarhátíðina, í mánuðunum sem farandhirðirinn var í heimsókn eða þegar sérstaka átakið var í ágúst 2014. Við sjáum að þið vinnið af heilum hug fyrir Jehóva þótt kringumstæður ykkar séu breytilegar. Þið eigið hrós skilið. (Kól. 3:23, 24) Við þökkum Jehóva svo sannarlega fyrir ,starf ykkar í trúnni‘.

Við erum líka innilega þakklátir fyrir ,erfiði ykkar í kærleikanum‘ í tengslum við ýmsar byggingaframkvæmdir víða um heim á vegum safnaðar Jehóva. Það er brýn þörf fyrir þessar byggingar vegna þess að fólki Jehóva fjölgar stöðugt. (Jes. 60:22) Hugsið ykkur, boðberametið síðastliðið ár var 8.201.545 og í hverjum mánuði voru að meðaltali haldin 9.499.933 biblíunámskeið. Þess vegna þarf að stækka eða endurbæta ýmsar deildarskrifstofur. Þetta þýðir að sjálfsögðu einnig að þörf er fyrir fleiri ríkissali. Auk þess vantar fleiri þýðingarskrifstofur víða um heim til þess að þýðendurnir okkar geti búið og unnið þar sem tungumál þeirra er talað.

Við getum því spurt okkur hvort við getum lagt eitthvað af mörkum til að styðja þetta byggingarstarf. Sum okkar geta boðist til að taka þátt í byggingarvinnunni. Hvort sem við erum vön byggingarvinnu eða ekki getum við öll gefið af ,eigum okkar‘ til þessa mikilvæga verkefnis. (Orðskv. 3:9, 10) Þegar tjaldbúðin var reist á sínum tíma voru Ísraelsmenn svo gjafmildir að það þurfti að biðja þá um að hætta að koma með gjafir. (2. Mós. 36:5-7) Slík dæmi í Biblíunni snerta án efa hjörtu okkar og eru okkur hvatning. ,Erfiði ykkar í kærleikanum‘ eða framlag til þessara mikilvægu þátta heilagrar þjónustu gefur okkur líka ástæðu til að þakka Jehóva.

Það er okkur sérstakt ánægjuefni að sjá hvað bræður okkar og systur hafa reynst staðföst og þolgóð. Tökum sem dæmi ástkæra bræður okkar í Suður-Kóreu. Frá árinu 1950 hafa ungir bræður þar í landi verið dæmdir í mislanga fangavist fyrir að hvika ekki frá kristnu hlutleysi. Kynslóðir bræðra hafa haldið út við þessar aðstæður án þess að gefa eftir. Þolgæði þeirra styrkir trú okkar.

Í Erítreu hafa þrír trúbræður okkar verið yfir 20 ár í fangelsi. Aðrir hafa verið fangelsaðir um styttri tíma, þar á meðal systur og börn þeirra. Margar árangurslausar tilraunir hafa verið gerðar til að fá þau látin laus. Trúsystkini okkar hafa neitað að fallast á málamiðlun. Þau hafa varðveitt ráðvendni sína við ömurlegar aðstæður. Við gleymum ekki að biðja fyrir þessum trúföstu bræðrum okkar og systrum. – Rómv. 1:8, 9.

Að sjálfsögðu hafa fæst ykkar þurft að þola fangavist sökum trúar ykkar. Engu að síður þurfa mörg ykkar að takast á við fylgifiska ellinnar, langvarandi veikindi, andstöðu vantrúaðs maka eða ættingja auk annarra erfiðleika sem þið ein þekkið. Þrátt fyrir það haldið þið áfram að þjóna Jehóva í trú. (Jak. 1:12) Þið eigið hrós skilið. Þolgæði ykkar gefur okkur enn aðra ástæðu til að þakka Jehóva.

Starf ykkar í trúnni, erfiði ykkar í kærleikanum og þolgæði gefur okkur ánægjulegt tilefni til að ,þakka Jehóva því að hann er góður‘. (Sálm. 106:1) Okkur þykir innilega vænt um ykkur öll og við biðjum Jehóva í bænum okkar að styrkja, styðja og blessa ykkur svo að þið getið þjónað honum að eilífu.

Bræður ykkar,

Stjórnandi ráð Votta Jehóva

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila