Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mrt grein 86
  • Hamfaraflóð – hvað segir Biblían?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hamfaraflóð – hvað segir Biblían?
  • Fleiri viðfangsefni
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Tákn ‚síðustu daga‘
  • Tilefni til að vera bjartsýn
  • 2023: Ár fullt af áhyggjum – hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • Hitabylgja á heimsvísu sumarið 2023 – hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • Hver bjargar óbreyttum borgurum? – Hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • Ástæður til að vera vongóður á árinu 2023 – hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
Sjá meira
Fleiri viðfangsefni
mrt grein 86
Kona og barn í ökkladjúpu vatni á vegi.

Ljósmynd: Zhai Yujia/China News Service/VCG via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Hamfaraflóð – hvað segir Biblían?

Hamfaraflóð víða um heim hafa sett líf margra úr skorðum. Hér eru nokkur dæmi um fréttir af slíkum flóðum:

  • „Undanfarna daga hefur mælst mesta úrkoma í 140 ár í höfuðborg Kína. Úrkoman mældist … 744,8 millimetrar frá laugardegi til miðvikudags.“ – AP fréttastofan, 2. ágúst 2023.

  • „Fellibylurinn Khanun olli miklum rigningum og hvassviðri í suðurhluta Japans á fimmtudag, annan daginn í röð. Að minnsta kosti tveir týndu lífi … Búist er við að úrkoman verði allt að 600 millimetrar til fjalla um miðbik Taívans.“ – Deutsche Welle, 3. ágúst 2023.

  • „Flóðin um helgina [í Nova Scotia] stöfuðu af mestu rigningum sem orðið hafa við Atlantshafsstrendur Kanada síðastliðin 50 ár.“ – Fréttastofa BBC, 24. júlí 2023.

Hvað segir Biblían um atburði af þessu tagi?

Tákn ‚síðustu daga‘

Í Biblíunni kemur fram að við lifum á tímabili sem kallast ‚síðustu dagar‘. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Jesús spáði að við myndum verða vitni að ‚ógnvekjandi atburðum‘ á okkar dögum. (Lúkas 21:11)Loftslagsbreytingar hafa átt stóran þátt í ógnvekjandi veðurofsa sem er ófyrirsjáanlegri, tíðari og öfgakenndari en áður.

Tilefni til að vera bjartsýn

Biblían segir að þeir mörgu ógnvekjandi atburðir sem eiga sér stað nú á dögum gefi okkur í rauninni ástæðu til að vera bjartsýn. Af hverju? Jesús sagði: ‚Þið skuluð vita þegar þið sjáið þetta gerast að ríki Guðs er í nánd.‘ – Lúkas 21:31; Matteus 24:3.

Þeir atburðir sem við horfum upp á núna gefa til kynna að ríki Guðs láti bráðlega til sín taka og nái fullri stjórn á náttúruöflunum, þar á meðal hringrás vatnsins. – Jobsbók 36:27, 28; Sálmur 107:29.

Í greininni „Hver mun bjarga jörðinni?“ er að finna nánari upplýsingar um það hvernig ríki Guðs mun bæta það sem hefur farið úrskeiðis í umhverfismálum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila