Hvaða þjálfun fá vottar Jehóva?
Vottar Jehóva fá stöðuga menntun til að sinna mismunandi verkefnum sem tengjast trúnni. Eitt þeirra er að boða trúna meðal almennings. Boðunin er það starf sem Jesús sagði fylgjendum sínum að sinna, það er að boða fagnaðarboðskapinn um ríki Guðs og kenna fólki að fylgja fyrirmælum hans. (Matteus 24:14; 28:19, 20) Á vikulegum samkomum og árlegum mótum fáum við þjálfun til að gera þessu verkefni góð skil. Vottar Jehóva sem axla ábyrgð í söfnuðinum fá frekari þjálfun í biblíuskólum.
Í þessari grein
Hvaða menntun fá vottar Jehóva?
Safnaðarsamkomur. Tvisvar í viku eru haldnar samkomur í ríkissölum okkar. Önnur þeirra er venjulega haldin í miðri viku og hin um helgar. Þær eru opnar almenningi og engin samskot fara fram.
Samkoma í miðri viku. Við lærum að bæta okkur í lestri, samræðulist, ræðumennsku og að boða trúna og kenna. Þjálfunin fer fram í formi ræðna, umræðna, sýnidæma og myndbanda. Kennslan sem við fáum gerir okkur hæfari til að ræða við aðra um boðskap Biblíunnar og aðstoða þá við að kynna sér hana. Allir sem sækja þessar samkomur geta nýtt sér kennsluna. En umfram allt styrkja samkomurnar trú okkar á Guð og kærleikann til hans og trúsystkina okkar.
Helgarsamkoma. Dagskráin skiptist í tvennt. Fyrst er fluttur biblíutengdur fyrirlestur sem miðar að þörfum almennings. Síðan eru umræður úr grein í námsútgáfu Varðturnsinsa með spurningum og svörum. Í greinunum er fjallað ítarlega um ýmis viðfangsefni Biblíunnar og meginreglur hennar sem hjálpa okkur í boðuninni og daglegu lífi.
Mót. Þrisvar á ári eru haldnar þrjár samkomur þar sem boðberar margra safnaða koma saman. Þessir ánægjulegu viðburðir beina athyglinni að ákveðnu biblíutengdu stefi og boðið er upp á ræður, viðtöl, sýnidæmi og myndbönd. Líkt og á safnaðarsamkomum getum við aukið þekkingu okkar á Biblíunni á mótunum og orðið betri boðberar fagnaðarboðskaparins. Eins og safnaðarsamkomurnar eru mótin opin almenningi og engin samskot fara fram.
Biblíuskólar fyrir votta Jehóva
Til að fá frekari menntun er sumum votta Jehóva boðið að sækja biblíuskóla af ýmsu tagi. Hvaða skólar eru þetta? Hvaða tilgangi þjóna þeir og hversu lengi stendur námið? Hverjir mega sækja þessa skóla?
Brautryðjendaskólinn
Markmið: Þessi skóli hjálpar boðberum í fullu starfi sem kallast brautryðjendurb að verða hæfari í boðuninni og kennslunni. Námið felur í sér umræður í tímum, sýnidæmi, ræður og hópvinnu.
Lengd: Sex dagar.
Hæfniskröfur: Þeim sem hafa lokið fyrsta árinu sem brautryðjendur er boðið í þennan skóla. Brautryðjendur sem hafa ekki sótt skólann síðustu fimm ár er boðið aftur.
Skólinn fyrir boðbera Guðsríkis
Markmið: Að boðberar í fullu starfi fái sérstaka þjálfun. Nemendur bæta boðunar- og kennslufærni sína og rannsaka efni Biblíunnar ítarlega. Mörgum útskriftarnemanna er boðið að þjóna þar sem þörf er á fleiri boðberum.
Lengd: Tveir mánuðir.
Hæfniskröfur: Brautryðjendur geta sótt um ef þeir uppfylla ákveðnar kröfur og aðstæður þeirra gera þeim kleift að þjóna hvar sem þörfin er.
Skóli fyrir safnaðaröldunga
Markmið: Að hjálpa öldungumc að sinna ábyrgðarstörfum sínum innan safnaðarins, eins og að kenna og annast hjörðina. Einnig hjálpar skólinn þeim að dýpka kærleika sinn til Guðs og trúsystkina. – 1. Pétursbréf 5:2, 3.
Lengd: Fimm dagar.
Hæfniskröfur: Nýútnefndir öldungar og reyndari öldungar sem hafa ekki sótt skólann á síðustu fimm árum er boðið að sækja skólann.
Skóli fyrir farandhirða og eiginkonur þeirra
Markmið: Að þjálfa farandumsjónarmenn sem kallast farandhirðard að sinna ábyrgðarstörfum sínum enn betur. (1. Tímóteusarbréf 5:17) Námsefnið hjálpar þessum öldungum og konum þeirra að fá betri skilning á Ritningunni.
Lengd: Einn mánuður.
Hæfniskröfur: Nýjum farandhirðum og eiginkonum þeirra er boðið að sækja skólann eftir að hafa verið eitt ár í þessu starfi. Síðan er þeim boðið á um það bil fimm ára fresti.
Ríkisþjónustuskólinn
Markmið: Að hjálpa öldungum og safnaðarþjónume að annast ábyrgðarstörf sín innan safnaðarins með tilliti til aðstæðna hverju sinni og þarfa. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Skólinn er haldinn á nokkurra ára fresti.
Lengd: Ýmist einn dagur eða fleiri.
Hæfniskröfur: Farandhirðar, öldungar og safnaðarþjónar.
Betelskólinn
Markmið: Að hjálpa þeim sem starfa á Betelf að inna verkefni sín vel af hendi og dýpka kærleikann til Guðs og sín á milli.
Lengd: Fimm og hálfur dagur.
Hæfniskröfur: Ætlast er til að nýir sjálfboðaliðar á Betel sæki þennan skóla. Þeir sem hafa verið á Betel lengi og ekki sótt skólann síðustu fimm árin gætu fengið boð um að sækja hann aftur.
Biblíuskólinn Gíleað
Markmið: Að hjálpa nemendum að dýpka þakklæti sitt fyrir Biblíuna og fara eftir því sem þeir læra. (1. Þessaloníkubréf 2:13) Kristnir menn og konur sem eru þroskuð í trúnni og sækja Gíleaðskólann koma að enn meira gagni í söfnuði Jehóva og biblíufræðslustarfinu. Þeir sem útskrifast fá annaðhvort það verkefni að sinna boðuninni í fullu starfi eða starfa á deildarskrifstofu í heimalandi sínu eða öðru landi.
Lengd: Fimm mánuðir.
Hæfniskröfur: Deildarskrifstofur bjóða völdum boðberum í fullu starfi að sækja skólann. Skólinn er haldinn í fræðslumiðstöð Varðturnsins í Patterson í New York í Bandaríkjunum.
Skóli fyrir þá sem sitja í deildarnefndum og eiginkonur þeirra
Markmið: Að þjálfa þá sem sitja í deildarnefndumg að hafa umsjón með starfsemi deildarskrifstofa og annast starfsemi Votta Jehóva í því landi eða löndum sem deildarskrifstofan hefur umsjón með.
Lengd: Tveir mánuðir.
Hæfniskröfur: Aðalstöðvar Votta Jehóva velja bræður sem sitja í deildarnefndum til að sækja þennan skóla ásamt eiginkonum sínum en hann er haldinn í fræðslumiðstöð Varðturnsins í Patterson í New York.
Á hverju byggist menntunin sem vottar Jehóva fá?
Biblían er allaf aðalkennslubókin sem vottar Jehóva byggja menntun sína á. Við trúum því að Biblían sé innblásið orð Guðs og hafi að geyma bestu leiðbeiningarnar fyrir kristna menn á öllum sviðum lífsins. – 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17.
Þurfa vottar Jehóva að borga fyrir menntunina sem boðið er upp á?
Nei. Kennslan er ókeypis. Starfsemi Votta Jehóva er fjármögnuð með frjálsum framlögum. – 2. Korintubréf 9:7.
a Biblían og biblíunámsgögn, þar á meðal myndbönd, er hægt að nálgast á vefsíðunni okkar jw.org.
b Brautryðjandi er skírður vottur, karl eða kona, sem er til fyrirmyndar og hefur sett sér það markmið að boða trúna í ákveðinn tímafjölda á mánuði.
c Öldungar eru þroskaðir kristnir menn sem nota Ritninguna til að kenna. Þeir leiðbeina þjónum Jehóva og hjálpa þeim og hvetja. Þeir fá ekki greitt fyrir störf sín.
d Farandhirðir er boðberi í fullu starfi sem heimsækir söfnuði í hverri viku á því farandsvæði sem honum er falið. Hann uppörvar trúsystkini sín með því að flytja ræður sem byggðar eru á Biblíunni og fer með þeim í boðunina.
e Safnaðarþjónar sinna ýmsum tilfallandi verkefnum í þágu bræðra sinna og systra. Þannig hafa öldungarnir meiri tíma til að sinna kennslustarfinu og annast bræður og systur.
f Betel er heiti á deildarskrifstofum Votta Jehóva. Þeir sem starfa á Betel í fullu starfi styðja starfsemi vottanna á svæðinu sem deildarskrifstofan hefur umsjón með.
g Deildarnefnd er skipuð af þrem eða fleiri hæfum mönnum.