Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 3
  • Hvað get ég gert ef ég hef ánetjast klámi?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað get ég gert ef ég hef ánetjast klámi?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Það sem þú getur gert
  • Af hverju ætti ég að forðast klám?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Klám – skaðlaus skemmtun eða banvænt eitur? Er klám skaðlegt?
    Varðturninn: Klám – skaðlaus skemmtun eða banvænt eitur?
  • Hvers vegna eigum við að forðast klám?
    Ungt fólk spyr
  • Klám
    Vaknið! – 2013
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 3
Unglingsstrákur horfir á klám á Netinu

Hvað get ég gert ef ég hef ánetjast klámi?

Það sem þú getur gert

Gerðu þér grein fyrir hvað klám er í raun og veru. Klám er ekkert annað en tilraun til að smána það sem Guð skapaði heiðvirt. Að sjá klám í þessu ljósi auðveldar þér að ‚hata illt‘. – Sálmur 97:10.

Hugsaðu um afleiðingarnar. Klám lítilsvirðir þá sem taka þátt í því. Það vanvirðir líka þann sem horfir á það. Þess vegna segir í Biblíunni: „Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en einfeldningarnir halda áfram og gjalda þess.“ – Orðskviðirnir 22:3.

Taktu ákvörðun. Trúfastur maður að nafni Job sagði: „Ég gerði þann sáttmála við augu mín að líta mey ekki girndarauga.“ (Jobsbók 31:1) Hér eru nokkrir sáttmálar sem þú gætir gert við sjálfan þig:

  • Ég ætla ekki að fara á Netið þegar ég er einn.

  • Ég ætla strax að loka síðum og sprettigluggum sem sýna siðlaust efni.

  • Ég ætla að tala við fullorðinn vin ef mér verður á.

Hendur flæktar í garn

Klám hleður utan á sig – því oftar sem þú horfir á það þeim mun erfiðara er að slíta sig lausan.

Biddu til Guðs. Sálmaritarinn sárbændi Jehóva Guð: „Snú augum mínum frá hégóma, veit mér líf á vegum þínum.“ (Sálmur 119:37) Guð vill að þér takist vel til og ef þú biður til hans veitir hann þér styrk til að gera það sem er rétt. – Filippíbréfið 4:13.

Talaðu við einhvern. Að velja sér trúnaðarvin er oft mikilvægt skref í þá átt að láta af slæmum ávana. – Orðskviðirnir 17:17.

Mundu þetta: Í hvert skipti sem þú forðast að horfa á klám hefurðu unnið mikilvægan sigur. Segðu Jehóva Guði frá þessum sigri og þakkaðu honum fyrir stuðninginn sem hann veitti þér. Þú gleður hjarta hans þegar þú forðast klám. – Orðskviðirnir 27:11.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila