Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 72
  • Opinberunarbókin – hver er boðskapur hennar?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Opinberunarbókin – hver er boðskapur hennar?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Sælir lesendur Opinberunarbókarinnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Gleðitíðindi Opinberunarbókarinnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Kunngerum stjórn Friðarhöfðingjans
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Dýrin í Opinberunarbókinni – hvers vegna að lesa um þau?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 72
Maður les Opinberunarbókina og sér fyrir sér villidýr og riddarana í henni.

Opinberunarbókin – hver er boðskapur hennar?

Svar Biblíunnar

Gríska orðið yfir Opinberunarbókina er Apokaʹlypsis sem merkir ‚afhjúpun‘ eða ‚opinberun‘. Opinberunarbókin gerir einmitt það. Hún afhjúpar mál sem höfðu verið hulin öldum saman og opinberar það sem myndi gerast löngu eftir að hún var færð í letur. Margir spádómar hennar eiga enn eftir að rætast.

Yfirlit yfir Opinberunarbókina

  • Inngangur. – Opinberunarbókin 1:1–9.

  • Boðskapur frá Jesú til safnaðanna sjö. – Opinberunarbókin 1:10–3:22.

  • Guð sést í sýn í hásæti sínu á himnum. – Opinberunarbókin 4:1–11.

  • Nokkrar sýnir, hver leysir aðra af:

    • Sjö innsigli. – Opinberunarbókin 5:1–8:6.

    • Sjö lúðrar. Þrír síðustu lúðrarnir gefa til kynna þrenns konar ógæfu. – Opinberunarbókin 8:7–14:20.

    • Sjö skálar. Í hverri þeirra er plága sem táknar refsidóm Guðs sem verður úthellt yfir jörðina. – Opinberunarbókin 15:1–16:21.

    • Sýn um þann tíma þegar óvinum Guðs verður eytt. – Opinberunarbókin 17:1–20:10.

    • Sýn um þann tíma þegar Guð blessar himin og jörð. – Opinberunarbókin 20:11–22:5.

  • Lokaorð. – Opinberunarbókin 22:6–21.

Lykillinn að því að skilja Opinberunarbókina

  1. Boðskapur hennar er jákvæður en ekki ógnvekjandi fyrir þá sem þjóna Guði. Margir tengja Opinberunarbókina við miklar hamfarir en bókin byrjar og endar á því að segja að þeir sem lesa, skilja og fara eftir boðskap hennar verði hamingjusamir. – Opinberunarbókin 1:3; 22:7.

  2. Í Opinberunarbókinni eru mörg tákn eða táknmyndir sem á ekki að taka bókstaflega. – Opinberunarbókin 1:1.

  3. Margar persónur, stofnanir og tákn í Opinberunarbókinni eru kynntar til sögunnar fyrr í Biblíunni.

    • Jehóva – „hinn sanni Guð uppi á himnum“ og skapari alls. – 5. Mósebók 4:39; Sálmur 103:19; Opinberunarbókin 4:11; 15:3.

    • Jesús Kristur – „lamb Guðs“. – Jóhannes 1:29; Opinberunarbókin 5:6; 14:1.

    • Satan Djöfullinn – andstæðingur Guðs. – 1. Mósebók 3:14, 15; Jóhannes 8:44; Opinberunarbókin 12:9.

    • Babýlon hin mikla – óvinur Jehóva Guðs og þjóna hans og uppspretta lyga af trúarlegum toga, rétt eins og Babýlon til forna (Babel). – 1. Mósebók 11:2–9; Jesaja 13:1, 11; Opinberunarbókin 17:4–6; 18:4, 20.

    • „Hafið“ – illt fólk sem er óvinveitt Guði. – Jesaja 57:20; Opinberunarbókin 13:1; 21:1.

    • Þættir sem samsvara tjaldbúðinni til forna sem var notuð í tilbeiðslunni á Guði – eins og sáttmálsörkin, glerhafið (ker til þvottar), lamparnir, reykelsisfórnir og fórnaraltari. – 2. Mósebók 25:10, 17, 18; 40:24–32; Opinberunarbókin 4:5, 6; 5:8; 8:3; 11:19.

    • Villidýr – þau tákna stjórnir manna. – Daníel 7:1–8, 17–26; Opinberunarbókin 13:2, 11; 17:3.

    • Táknrænar tölur. – Opinberunarbókin 1:20; 8:13; 13:18; 21:16.

  4. Sýnirnar fjalla um „Drottins dag“ sem hófst þegar ríki Guðs var stofnsett árið 1914 og Jesús tók að ríkja sem konungur. (Opinberunarbókin 1:10) Við getum því búist við að Opinberunarbókin rætist fyrst og fremst á okkar dögum.

  5. Það sama gildir um Opinberunarbókina og aðrar biblíubækur. Ef við viljum skilja hana þurfum við meðal annars á visku frá Guði að halda og aðstoð þeirra sem skilja hana. – Postulasagan 8:26–39; Jakobsbréfið 1:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila